Prentað þann 27. des. 2024
811/2014
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 560/2009, um íslensk vegabréf.
1. gr.
Hvar sem orðið "Þjóðskrá", í hvers konar beygingarfalli, kemur fyrir í reglugerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: Þjóðskrá Íslands.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "trúarástæðum" í d-lið 4. mgr. kemur: trúar- eða heilsufarsástæðum.
-
Við 4. mgr. bætist nýr stafliður, sem verður f-liður, svohljóðandi:
- Óheimilt er að breyta útliti umsækjanda á myndinni með hvers konar tölvu- og myndvinnslu.
3. gr.
Í stað orðanna "fimm ár" í 2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar kemur: tíu ár.
4. gr.
1. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Lögreglustjórum, íslenskum sendiráðum, fastanefndum, ræðisskrifstofum og Þjóðskrá Íslands er heimilt að gefa út vegabréf til bráðabirgða (neyðarvegabréf) ef brýna nauðsyn ber til.
5. gr.
Í stað orðanna "fimm ár" í 1. málsl. 1. mgr. 18. gr. reglugerðarinnar kemur: tíu ár.
6. gr.
Við 1. mgr. 23. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, sem verður e-liður, svohljóðandi:
- Þjóðskrá Íslands er heimilt að miðla sýnilegum upplýsingum í vegabréfi með rafrænum hætti til viðkomandi vegabréfshafa og forsjármanna hans, ef við á.
7. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 11. gr. laga nr. 136/1998, um vegabréf, og öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 28. ágúst 2014.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.