Prentað þann 27. des. 2024
807/2006
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar nr. 651/2001.
1. gr.
Orðin "auglýstu viðmiðunarverði Landssamtaka sauðfjárbænda á hverjum tíma" í 2. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar falla brott og í staðinn kemur: "verðskrá á tímabilinu frá miðbiki til loka septembermánaðar, hjá þeim sláturleyfishafa sem ætla má að framleiðandi hefði lagt inn hjá".
2. gr.
Orðin "auglýstu viðmiðunarverði Landssamtaka sauðfjárbænda á hverju fjárleysisári" í 2. tl. 2. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar falla brott og í staðinn kemur: "verðskrá á tímabilinu frá miðbiki til loka septembermánaðar, á hverju fjárleysisári, hjá þeim sláturleyfishafa sem ætla má að framleiðandi hefði lagt inn hjá".
3. gr.
Nýr töluliður, 3. tl., bætist við 2. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar sem hljómar svo:
Verðskrá skv. 2. tl., og 2. mgr. 12. gr., skal vera verðskrá þess sláturleyfishafa sem er næstur framleiðanda í vegafjarlægð og ætla má að hann hefði lagt inn hjá. Víkja má frá þessari viðmiðun ef bótaþegi sýnir fram á, t.d í ljósi reynslu eða samninga, að hann hefði lagt afurðir sínar inn hjá öðrum sláturleyfishafa.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 25 7. apríl 1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum, lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, ásamt síðari breytingum og lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvöru, ásamt síðari breytingum
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 25. september 2006.
F. h. r.
Guðmundur B. Helgason.
Atli Már Ingólfsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.