Prentað þann 5. des. 2024
805/2021
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1414/2020 um verðlagningu lyfja og greiðsluþátttöku í lyfjum.
1. gr.
Við 15. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Ákvæði 1.-2. mgr. gilda jafnframt um lyf sem hafa fengið undanþágu samkvæmt 12. gr. lyfjalaga, nr. 100/2020 og hafa verið flokkuð sem almenn lyf, sbr. 2. mgr. 17. gr.
2. gr.
Við 16. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Ákvæði 1.-4. mgr. gilda jafnframt um lyf sem hafa fengið undanþágu samkvæmt 12. gr. lyfjalaga, nr. 100/2020 og hafa verið flokkuð sem leyfisskyld lyf, sbr. 2. mgr. 17. gr.
3. gr.
Við 17. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Undanþágulyf.
Lyfjastofnun er heimilt að flokka lyf sem fengið hafa undanþágu samkvæmt 12. gr. lyfjalaga, nr. 100/2020 með sama hætti og lyf sem hafa markaðsleyfi samkvæmt 11. gr. lyfjalaga sem almennt lyf eða leyfisskylt lyf.
4. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 1. gr., 8. mgr. 66. gr., 68. gr., 69. gr. og 25. tölul. 1. mgr. 109. gr. lyfjalaga, nr. 100/2020 öðlast þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 6. júlí 2021.
F. h. r.
Ásta Valdimarsdóttir.
Þórunn Oddný Steinsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.