Prentað þann 22. nóv. 2024
804/2015
Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Súdan.
1. gr. Almenn ákvæði.
Reglugerð þessi er sett til þess að framfylgja:
- ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem eru settar á grundvelli 41. gr. VII. kafla stofnskrár Sameinuðu þjóðanna,
- ákvörðunum framkvæmdanefnda þess um þvingunaraðgerðir og/eða
- ákvæðum um þvingunaraðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórna aðildarríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu um pólitísk skoðanaskipti, sem er hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, eftir því sem við á.
Í þeim gerðum sem vitnað er til í 2. gr., og öðrum ákvæðum reglugerðar þessarar, kemur fram um hvaða ályktun er að ræða, hverjar þær þvingunaraðgerðir sem koma eiga til framkvæmda eru og gegn hverjum þær beinast, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna nr. 68/2023.
2. gr. Þvingunaraðgerðir.
Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:
- Ákvörðun ráðsins 2014/450/SSUÖ frá 10. júlí 2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Súdan og niðurfellingu ákvörðunar 2011/423/SSUÖ, fylgiskjal 1.
1.1. Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/726 frá 31. mars 2023 um breytingu á tilteknum ákvörðunum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 1.1. - Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 747/2014 frá 10. júlí 2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Súdan og niðurfellingu á reglugerðum (EB) nr. 131/2004 og (EB) nr. 1184/2005, fylgiskjal 2.
2.2. Reglugerð ráðsins (ESB) 2023/720 frá 31. mars 2023 um breytingu á tilteknum reglugerðum ráðsins um þvingunaraðgerðir í því skyni að bæta við ákvæðum um undanþágur af mannúðarástæðum, sbr. fylgiskjal 2.1. - Ákvörðun ráðsins 2023/2135/SSUÖ frá 9. október 2023 um þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða sem grafa undan stöðugleika og pólitísku umbreytingarferli í Súdan.
- Reglugerð ráðsins (ESB) 2023/2147 frá 9. október 2023 um þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða sem grafa undan stöðugleika og pólitísku umbreytingarferli í Súdan.
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, sem vísað er til í framangreindum gerðum, eru birtir á vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 68/2023.
Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lögfestingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna.
3. gr. Aðlögun.
Gerðir skv. 2. gr. skulu aðlagaðar með eftirfarandi hætti:
- ákvæði varðandi ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða aðildarríki Evrópusambandsins ("EB", "ESB", "Bandalagsins" eða "sameiginlega markaðarins") eiga við um íslenska ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða Ísland, eftir því sem við á,
- ákvæði um tilkynningar eða skýrslugerðir til aðildarríkja Evrópusambandsins eða stofnana þess gilda ekki. Hið sama á við um ákvæði um gildistöku eða hvenær gerðir skuli koma til framkvæmda,
- tilvísanir í gerðir, sem eru hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningsins), eiga við um þau ákvæði íslensks réttar sem innleiða þær gerðir, eftir því sem við á,
- tilvísanir í gerðir, sem eru ekki hluti EES-samningsins, eiga við um hliðstæð ákvæði íslensks réttar, eftir því sem við á, þ.m.t. ákvæði tollalaga nr. 88/2005,
- tilvísanir í eldri ákvæði um þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins eiga við um eldri íslensk ákvæði, eftir því sem við á,
- vefsetur með upplýsingum um lögbær stjórnvöld á Íslandi er: www.utn.is/thvingunaradgerdir
4. gr. Tilkynning.
Birting lista yfir aðila, sem nefndir eru í gerðum skv. 2. gr., skal skoðast sem tilkynning til þeirra um að þær þvingunaraðgerðir sem kveðið er á um í gerðunum beinist gegn þeim og er þeim bent á að þeir geti sótt um vissar undanþágur til utanríkisráðuneytisins eða óskað eftir afskráningu af listum, telji þeir sig ranglega skráða.
5. gr. Undanþágur frá þvingunaraðgerð.
Ráðherra getur veitt undanþágur frá þvingunaraðgerðum, sem gripið hefur verið til, af mannúðarástæðum eða öðrum ástæðum. Hann getur m.a. heimilað að efndir séu samningar eða að fullnægt sé öðrum réttindum og skyldum, sem fara í bága við reglugerð þessa en stofnuðust fyrir gildistöku hennar.
6. gr. Viðurlög.
Hver sá sem brýtur gegn þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 68/2023 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna skal sæta viðurlögum skv. 37. gr. laganna, nema þyngri viðurlög liggi við samkvæmt öðrum lögum.
7. gr. Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi ákvæði sem varða Súdan í reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Súdan og Suður-Súdan nr. 626/2014.
Fylgiskjal 3.
ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS 2023/2135/SSUÖ
frá 9. október 2023
um þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða sem grafa undan stöðugleika
og pólitísku umbreytingarferli í Súdan.
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um Evrópusambandið, einkum 29. gr.,
með hliðsjón af tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Hinn 30. maí 2005 samþykkti ráðið sameiginlega afstöðu 2005/411/SSUÖ(1) sem sameinaði ráðstafanir sem komið var á með sameiginlegri afstöðu ráðsins 2004/31/SSUÖ(2) og ráðstafanir sem átti að innleiða samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1591 (2005) í eitt lagalega bindandi skjal.
2) Hinn 18. júlí 2011 samþykkti ráðið ákvörðun 2011/423/SSUÖ(3) um þvingunaraðgerðir gegn Súdan og Suður-Súdan.
3) Hinn 10. júlí 2014 samþykkti ráðið ákvörðun 2014/450/SSUÖ(4) sem sameinaði þvingunaraðgerðir sem voru innleiddar með ákvörðun 2011/423/SSUÖ saman í eitt lagalega bindandi skjal, að því markisem þessar aðgerðir vörðuðu Súdan.
4) Hinn 15. apríl 2023 gaf öryggisráð Sameinuðu þjóðanna út yfirlýsingu þar sem það lýsti yfir þungum áhyggjum vegna hernaðarátaka milli súdanska hersins og hersveitarinnar Rapid Support Forces. Meðlimir öryggisráðsins hvöttu aðila til að hætta tafarlaust hernaðarátökum og koma aftur á ró og hvöttu alla aðila til að hefja viðræður að nýju til að leysa yfirstandandi krísu í Súdan. Meðlimir öryggisráðsins lögðu einnig áherslu á mikilvægi þess að viðhalda aðgengi að mannúðaraðstoð.
5) Hinn 19. apríl 2023 gaf æðsti fulltrúi Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum („æðsti fulltrúinn“) út yfirlýsingu fyrir hönd Sambandsins um nýjustu þróun í Súdan þar sem Sambandið og aðildarríki þess fordæmdu harðlega átökin milli súdanska hersins og hersveitarinnar Rapid Support Forces. Í yfirlýsingunni var tekið fram að þegar hernaðarátökin brutust út þá gróf það undan viðleitninni til að koma aftur á umbreytingu í átt til borgaralegrar lýðræðisstjórnar. Sambandið hvatti alla aðila til að framfylgja alþjóðlegum mannúðarrétti og hrinda í framkvæmd tafarlausri stöðvun hernaðarátaka án skilyrða. Sambandið fagnaði og studdi sameiginlegar svæðisbundnar og alþjóðlegar samræmdar sáttaumleitanir, þ.m.t. þær sem Sameinuðu þjóðirnar, Afríkusambandið, Milliríkjastofnunin um þróunarmál og Arababandalagið hafa lagt fram.
6) Hinn 2. júní 2023 gaf öryggisráð Sameinuðu þjóðanna út yfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á nauðsyn þess að aðilarnir hætti tafarlaust hernaðarátökum, greiði fyrir aðgengi að mannúðaraðstoð og komi á varanlegu samkomulagi um vopnahlé og hefji að nýju ferlið við að ná fram varanlegri, lýðræðislegri stjórnmálalegri lausn fyrir alla í Súdan.
7) Hinn 5. júlí 2023 gaf æðsti fulltrúinn út yfirlýsingu fyrir hönd Sambandsins um nýjustu þróun í Súdan þar sem Sambandið fordæmdi harðlega viðvarandi bardaga og áframhaldandi synjun aðila að átökunum um að finna friðsamlega lausn. Sambandið hvatti alla aðila til að heimila og greiða fyrir mannúðaraðstoð og að tryggja öruggan, tímanlegan og óhindraðan aðgang allra hagsmunaaðila til aðgerða á sviði mannúðarmála. Sambandið harmar þau dauðsföll og grófu brot á þjóðarétti, þ.m.t. alþjóðlegum mannréttindalögum og alþjóðlegum mannúðarrétti, sem hafa átt sér stað. Sambandið lét einkum í ljós áhyggjur af fréttum um stórfelldar árásir á almenna borgara og borgaraleg svæði, þ.m.t. á grundvelli þjóðernisuppruna, einkum í Darfúr, með skelfilegum fréttum um útbreitt kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, skipulögð dráp, nauðungarflutninga og stöðuga vopnavæðingu uppreisnarhersveita. Sambandið ítrekaði nauðsyn þess að hrinda í framkvæmd tafarlausri stöðvun hernaðarátaka án skilyrða. Sambandið lýsti því yfir að semja þyrfti um varanlegt vopnahlé án tafar. Sambandið lýsti því einnig yfir að það myndi halda áfram að vinna með lykilaðilum, þ.m.t. óbreyttum borgurum og stjórnmálamönnum í Súdan sem og aðilum hins borgaralega samfélags, að því að snúa aftur til mikilvægra viðræðna um trúverðuga, friðsamlega úrlausn ágreinings sem byggir á samtali sem er opið öllum. Sambandið lýsti því einnig yfir að það myndi halda áfram að styðja sameiginlegar svæðisbundnar og alþjóðlegar samræmdar sáttaumleitanir undir forystu Afríkusambandsins og Milliríkjastofnunarinnar um þróunarmál til að koma aftur á friði án tafar og stuðla að stöðugleika og endurreisn pólitíska ferlisins.
8) Í yfirlýsingu sinni hinn 5. júlí 2023 lýsti Sambandið sig enn fremur reiðubúið til að íhuga að beita öllum tiltækum ráðum, þ.m.t. þvingunaraðgerðum, til að binda enda á átök og stuðla að friði.
9) Þó að Sambandið minni á að þvingunaraðgerðir þess séu án refsiákvæða þá er það enn reiðubúið til að aðlaga notkun þeirra verkfæra sem það hefur til ráðstöfunar að allri jákvæðri þróun í ástandinu eins og það raunverulega er.
10) Í ljósi þess hversu alvarleg staðan er þykir rétt að samþykkja sérstakan ramma um þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða sem grafa undan stöðugleika og pólitísku umbreytingarferli í Súdan.
11) Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að forðast neikvæðar afleiðingar þess að gripið sé til þvingunaraðgerða fyrir almenning og hagkerfi Súdan sem er viðkvæmt fyrir.
12) Frekari aðgerða er þörf af hálfu Sambandsins til þess að framkvæma tilteknar aðgerðir.
SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:
1. gr.
1. Aðildarríki skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að hindra að inn á yfirráðasvæði þeirra komi eða um þau fari:
a) einstaklingar sem eru ábyrgir fyrir eða hafa tekið beinan eða óbeinan þátt í, stutt við eða notið ábata af, aðgerðum eða stefnum sem ógna friði, stöðugleika eða öryggi í Súdan,
b) einstaklingar sem ógna eða grafa undan viðleitni til að endurheimta pólitískt umbreytingarferli í Súdan,
c) einstaklingar sem hindra mannúðaraðstoð eða aðgang að mannúðaraðstoð eða miðlun mannúðaraðstoðar í Súdan, þ.m.t. árásir á heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk hjálparstofnana og haldlagning og eyðing innviða og eigna á sviði mannúðarmála eða heilbrigðismála,
d) einstaklingar sem eiga aðild að því að skipuleggja, stjórna eða fremja verknaði í Súdan sem teljast vera alvarleg mannréttindabrot eða misbeiting eða brot á alþjóðlegum mannúðarrétti, þ.m.t. manndráp og limlestingar, nauðganir og annað alvarlegt kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, brottnám og nauðungarflutningar,
e) einstaklingar sem tengjast einstaklingunum sem tilgreindir eru skv. a- til d-lið, sem eru á skrá í viðaukanum.
2. Ákvæði 1. mgr. skulu ekki skuldbinda aðildarríki til að meina eigin ríkisborgurum komu inn á yfirráðasvæði sitt.
3. Ákvæði 1. mgr. hafa ekki áhrif á þau tilvik þegar aðildarríki er skuldbundið að þjóðarétti, nánar tiltekið:
a) sem gistiland alþjóðlegrar milliríkjastofnunar,
b) sem gistiland alþjóðlegrar ráðstefnu sem Sameinuðu þjóðirnar boða til eða fram fer á þeirra vegum,
c) samkvæmt marghliða samningi þar sem kveðið er á um forréttindi og friðhelgi eða
d) samkvæmt sáttasamningnum frá 1929 (Lateran-samningnum) sem Páfagarður (Vatíkanborgríkið) og Ítalía gerðu sín í milli.
4. Ákvæði 3. mgr. skulu einnig eiga við í tilvikum þar sem aðildarríki er gistiland Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE).
5. Ráðinu skal tilkynnt með viðeigandi hætti um öll tilvik þegar aðildarríki veitir undanþágu skv. 3. eða 4. mgr.
6. Aðildarríki geta veitt undanþágur frá þeim aðgerðum sem kveðið er á um í 1. mgr. ef ferð er réttlætt af knýjandi mannúðarástæðum eða með þátttöku í fundum alþjóðlegrar milliríkjastofnunar eða fundum sem Sambandið styður eða heldur eða sem haldnir eru í því aðildarríki sem fer með formennsku í ÖSE hverju sinni, þar
sem fram fara stjórnmálaumræður sem efla með beinum hætti stefnumarkmið þvingunaraðgerða, þ.m.t. stuðning við stöðugleika og pólitískt umbreytingarferli í Súdan.
7. Aðildarríki geta einnig veitt undanþágur frá þeim aðgerðum sem kveðið er á um í 1. mgr. ef koma eða gegnumferð er nauðsynleg til þess að meðferð dómstóla geti farið fram.
8. Aðildarríki, sem óskar eftir að veita undanþágur, sem um getur í 6. eða 7. mgr., skal tilkynna ráðinu það skriflega. Undanþágan skal teljast veitt nema eitt eða fleiri aðildarríki andmæli því skriflega innan tveggja virkra daga frá því að tilkynning berst um fyrirhugaða undanþágu. Ef eitt eða fleiri aðildarríki hreyfa andmælum getur ráðið tekið ákvörðun, með auknum meirihluta, um að veita fyrirhugaða undanþágu.
9. Þegar aðildarríki heimilar, skv. 3., 4., 6., 7. og 8. mgr., komu aðila, sem eru á skrá í viðaukanum, inn á yfirráðasvæði sitt eða ferð þeirra um það skal heimildin takmörkuð við þann tilgang sem hún er veitt í og viðkomandi aðila.
2. gr.
1. Allir fjármunir og efnahagslegur auður sem tilheyrir, er í eigu, í vörslu eða undir stjórn:
a) einstaklinga, lögaðila, rekstrareininga eða stofnana sem eru ábyrg fyrir eða hafa tekið beinan eða óbeinan þátt í, stutt við eða notið ábata af, aðgerðum eða stefnum sem ógna friði, stöðugleika eða öryggi í Súdan,
b) einstaklinga, lögaðila, rekstrareininga eða stofnana sem hindra eða grafa undan viðleitni til að endurheimta pólitískt umbreytingarferli í Súdan,
c) einstaklinga, lögaðila, rekstrareininga eða stofnana sem hindra mannúðaraðstoð eða aðgang að mannúðaraðstoð eða miðlun mannúðaraðstoðar í Súdan, þ.m.t. árásir á heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk hjálparstofnana og haldlagning og eyðing innviða og eigna á sviði mannúðarmála eða heilbrigðismála,
d) einstaklinga, lögaðila, rekstrareininga eða stofnana, sem eiga aðild að því að skipuleggja, stjórna eða fremja verknaði í Súdan sem teljast vera alvarleg mannréttindabrot eða misbeiting eða brot á alþjóðlegum mannúðarrétti, þ.m.t. manndráp og limlestingar, nauðganir og annað alvarlegt kynferðislegt og
kynbundið ofbeldi, brottnám og nauðungarflutningar,
e) einstaklinga, lögaðila, rekstrareininga eða stofnana sem tengjast aðilum sem tilgreindir eru skv. a- til dlið, sem eru á skrá í viðaukanum, skulu frystir.
2. Engir fjármunir eða efnahagslegur auður skal gerður aðgengilegur einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum, sem eru á skrá í viðaukanum, með beinum eða óbeinum hætti, eða koma þeim til góða.
3. Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. geta lögbær stjórnvöld í aðildarríkjunum heimilað að tilteknir frystir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur eða að tilteknir fjármunir eða efnahagslegur auður verði gerður aðgengilegur, samkvæmt þeim skilyrðum sem þau telja viðeigandi, eftir að hafa gengið úr skugga um að fjármunirnir eða hinn efnahagslegi auður sé:
a) nauðsynlegur til að uppfylla grunnþarfir þeirra aðila sem eru á skrá í viðaukanum og aðstandenda á framfæri þeirra, þ.m.t. greiðslur vegna matarkaupa, leigu eða veðlána, lyfja og læknismeðferðar, skattheimtu, tryggingariðgjalda og opinberra þjónustugjalda,
b) eingöngu ætlaður til að greiða hæfilega sérfræðiþóknun og til endurgreiðslu kostnaðar vegna lögfræðiþjónustu,
c) eingöngu ætlaður til að greiða þóknun eða þjónustugjald fyrir venjubundna vörslu frystra fjármuna eða efnahagslegs auðs eða umsýslu þar að lútandi,
d) nauðsynlegur vegna óvenjulegra útgjalda, að því tilskildu að lögbært stjórnvald hafi kunngjört lögbærum stjórnvöldum hinna aðildarríkjanna og framkvæmdastjórninni forsendurnar fyrir því að það telji að veita ætti sérstaka heimild, a.m.k. tveimur vikum áður en heimildin er veitt eða
e) til þess að greiða inn á eða út af reikningi sendiskrifstofu eða ræðisstofnunar eða alþjóðastofnunar, sem nýtur friðhelgi að þjóðarétti, að því leyti sem til stendur að nota slíkar greiðslur í opinberum tilgangi af hálfu viðkomandi sendiskrifstofu eða ræðisstofnunar eða alþjóðastofnunar. Viðkomandi aðildarríki skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um sérhverja heimild sem veitt er samkvæmt þessari málsgrein innan tveggja vikna frá því að hún er veitt.
4. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. geta lögbær stjórnvöld í aðildarríkjunum heimilað að tilteknir frystir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur, að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
a) að fjármunirnir eða hinn efnahagslegi auður sé andlag ákvörðunar gerðardóms, sem fyrir liggur fyrir þann dag þegar viðkomandi einstaklingur, lögaðili, rekstrareining eða stofnun, er um getur í 1. mgr., var færð á skrá í viðaukanum, eða andlag ákvörðunar dómstóls eða stjórnvalds innan Sambandsins eða
ákvörðunar dómstóls sem er aðfararhæf í viðkomandi aðildarríki fyrir eða eftir þann dag,
b) að fjármunirnir eða hinn efnahagslegi auður verði einungis notaður til að uppfylla kröfur, sem fyrrnefnd ákvörðun tryggir eða sem viðurkennt er að séu gildar samkvæmt henni, innan þeirra marka sem gildandi lög og reglur um réttindi þeirra aðila, sem eiga slíkar kröfur, kveða á um,
c) að ákvörðunin sé ekki í þágu einstaklings, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnunar sem er á skrá í viðaukanum og
d) að viðurkenning ákvörðunarinnar stríði ekki gegn allsherjarreglu í viðkomandi aðildarríki. Viðkomandi aðildarríki skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um sérhverja heimild sem veitt er samkvæmt þessari málsgrein innan tveggja vikna frá því að hún er veitt.
5. Ákvæði 1. mgr. koma ekki í veg fyrir að einstaklingur, lögaðili, rekstrareining eða stofnun, sem er á skrá í viðaukanum, geti innt af hendi greiðslu samkvæmt samningi sem var gerður eða samkomulagi sem var gert, eða samkvæmt skuldbindingu sem varð til, áður en slíkur einstaklingur, lögaðili, rekstrareining eða stofnun var færð á skrána, að því tilskildu að hlutaðeigandi aðildarríki hafi gengið úr skugga um að einstaklingurinn, lögaðilinn, rekstrareiningin eða stofnunin, sem um getur í 1. mgr., fái ekki greiðsluna í hendur með beinum eða óbeinum hætti.
6. Ákvæði 2. mgr. gilda ekki um viðbót við frysta reikninga í formi:
a) vaxta eða annarra tekna af fyrrnefndum reikningum,
b) greiðslna, sem inna ber af hendi samkvæmt samningum, samkomulagi eða skuldbindingum, sem urðu til áður en þessir reikningar féllu undir aðgerðirnar sem kveðið er á um í 1. og 2. mgr.,
c) greiðslna, sem inna ber af hendi samkvæmt ákvörðunum dóms, stjórnvalds eða gerðardóms sem teknar eru í Sambandinu eða eru aðfararhæfar í viðkomandi aðildarríki, að því tilskildu að slíkir vextir, aðrar tekjur og greiðslur falli áfram undir aðgerðirnar sem kveðið er á um í 1. mgr.
7. Ákvæði 1. og 2. mgr. skulu ekki gilda um útvegun, vinnslu eða greiðslu fjármuna, annarra fjáreigna eða efnahagslegs auðs eða útvegun vara og þjónustu sem nauðsynleg er til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks þegar slík aðstoð og önnur
starfsemi er framkvæmd af hálfu:
a) Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. áætlana þeirra, sjóða og annarra rekstrareininga og stofnana, sem og sérstofnana þeirra og tengdra stofnana,
b) alþjóðastofnana,
c) stofnana á sviði mannúðarmála sem hafa stöðu áheyrnarfulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og aðila að þessum mannúðarstofnunum,
d) frjálsra félagasamtaka með tvíhliða eða marghliða fjármögnun sem taka þátt í viðbragðsáætlunum Sameinuðu þjóðanna um mannúðaraðstoð, viðbragðsáætlunum vegna flóttafólks, öðrum áköllum Sameinuðu þjóðanna eða klösum á sviði mannúðarmála sem samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu
þjóðanna í mannúðarmálum samhæfir,
e) samtaka og fagstofnana, sem Sambandið hefur veitt vottorð um samstarf í mannúðarmálum (e. Humanitarian Partnership Certificate) eða sem hafa vottun eða viðurkenningu frá aðildarríki ísamræmi við landsbundna málsmeðferð,
f) sérstofnana aðildarríkjanna eða
g) starfsfólks, styrkþega, dótturfélaga eða framkvæmdaraðila þeirra rekstrareininga sem um getur í a- til f-lið á meðan og að því marki sem þeir starfa í þessum stöðum.
8. Í tilvikum sem falla ekki undir 7. mgr. og þrátt fyrir 1. og 2. mgr. þessarar greinar geta lögbær stjórnvöld aðildarríkis heimilað að tilteknir frystir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur eða að tilteknir fjármunir eða efnahagslegur auður verði gerður aðgengilegur samkvæmt þeim skilyrðum sem þau telja viðeigandi, eftir að hafa gengið úr skugga um að þessir fjármunir eða efnahagslegur auður sé nauðsynlegur til að tryggja megi tímanlega mannúðaraðstoð eða til að styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks.
9. Ef ekki liggur fyrir neikvæð ákvörðun, beiðni um upplýsingar eða tilkynning um viðbótartíma frá lögbæru stjórnvaldi innan fimm virkra daga frá viðtökudegi beiðni um heimild skv. 8. mgr. skal líta svo á að heimildin hafi verið veitt. Viðkomandi aðildarríki skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um sérhverja heimild sem veitt er samkvæmt þessari grein innan fjögurra vikna frá því að slík heimild er veitt.
3. gr.
1. Ráðið skal einróma, að fenginni tillögu frá aðildarríki eða æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum („æðsti fulltrúinn“), stofna skrána í viðaukanum og gera breytingar á henni.
2. Ráðið skal tilkynna ákvörðunina, sem um getur í 1. mgr., m.a. ástæðu þess að viðkomandi er færður á skrá, þeim einstaklingi, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun sem í hlut á, annaðhvort milliliðalaust, ef heimilisfang viðkomandi er þekkt, eða með útgáfu tilkynningar, þar sem fyrrnefndum einstaklingi, lögaðila, rekstrareiningu
eða stofnun býðst að leggja fram athugasemdir sínar.
3. Ef athugasemdir eru gerðar eða ný, traust gögn lögð fram skal ráðið endurskoða ákvörðunina, sem um getur í 1. mgr., og upplýsa viðkomandi einstakling, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun um niðurstöðuna.
4. gr.
1. Í viðaukanum skal tilgreina ástæður þess að einstaklingarnir, lögaðilarnir, rekstrareiningarnar og stofnanirnar, sem um getur í 1. og 2. gr., eru færð á skrá.
2. Í viðaukanum skulu vera nauðsynlegar upplýsingar, ef þær liggja fyrir, til að bera kennsl á viðkomandi einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnanir. Að því er einstaklinga varðar geta þessar upplýsingar verið nöfn þeirra og tökuheiti, fæðingardagur, -ár og -staður, ríkisfang, númer vegabréfs og kennivottorðs, kyn,
heimilisfang, ef það er þekkt, og hlutverk eða starf. Að því er varðar lögaðila, rekstrareiningar eða stofnanir geta þessar upplýsingar verið m.a. nöfn, skráningarstaður og -dagsetning, skráningarnúmer og starfsstöð.
5. gr.
1. Ráðið og æðsti fulltrúinn mega vinna persónuupplýsingar til að geta sinnt verkefnum sínum samkvæmt þessari ákvörðun, nánar tiltekið:
a) að því er varðar ráðið, vegna undirbúnings og breytinga á viðaukanum,
b) að því er varðar æðsta fulltrúann, vegna undirbúnings breytinga á viðaukanum.
2. Ráðið og æðsti fulltrúinn skulu, eftir atvikum, aðeins vinna viðeigandi upplýsingar sem varða refsiverð brot, framin af skráðum einstaklingum, sakfellingar slíkra einstaklinga í refsimálum eða öryggisráðstafanir sem varða þá, að því marki sem slík vinnsla er nauðsynleg vegna undirbúnings viðaukans.
3. Að því er varðar þessa ákvörðun eru ráðið og æðsti fulltrúinn tilgreind sem „ábyrgðaraðili“ í skilningi 8. liðar 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1725(5) til að tryggja að viðkomandi einstaklingar geti neytt réttar síns samkvæmt þeirri reglugerð.
6. gr.
Óheimilt er að efna kröfur sem tengjast samningi eða viðskiptum þegar aðgerðir, sem gripið er til samkvæmt ákvörðun þessari, hafa áhrif á framkvæmd þeirra með beinum eða óbeinum hætti, í heild eða að hluta, þ.m.t. kröfur um skaðleysisbætur eða aðrar ámóta kröfur, t.d. bótakröfur eða kröfur samkvæmt ábyrgðarloforði, einkum framlengingar- eða greiðslukröfur vegna skuldabréfa, ábyrgðar eða skaðleysisbóta og þá sérstaklega fjárhagslegrar ábyrgðar eða fjárhagslegra skaðleysisbóta, í hvaða mynd sem er, ef slíkar kröfur eru settar fram af:
a) tilgreindum einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem eru á skrá í viðaukanum,
b) einstaklingi, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun sem starfar gegnum eða fyrir hönd einhvers þeirra einstaklinga, aðila, rekstrareininga eða stofnana er um getur í a-lið.
7. gr.
Lagt er bann við því að taka þátt, vitandi vits eða af ásetningi, í starfsemi sem miðar að því eða hefur þau áhrif að þau bönn, sem mælt er fyrir um í þessari ákvörðun, eru sniðgengin.
8. gr.
Til þess að þær aðgerðir, sem eru settar fram í ákvörðun þessari, hafi sem mest áhrif skal Sambandið hvetja þriðju ríki til að samþykkja þvingunaraðgerðir í líkingu við þær sem kveðið er á um í ákvörðun þessari.
9. gr.
1. Ákvörðun þessi gildir til 10. október 2024.
Hún skal vera í stöðugri endurskoðun. Hana skal framlengja eða henni breyta, eftir því sem við á, telji ráðið að markmiðum hennar hafi ekki verið náð.
2. Undantekningarnar sem um getur í 7., 8. og 9. mgr. 2. gr. að því er varðar 1. og 2. mgr. 2. gr. skal endurskoða með reglulegu millibili og a.m.k. á 12 mánaða fresti, eða að brýnni beiðni aðildarríkis, æðsta fulltrúans eða framkvæmdastjórnarinnar í kjölfar grundvallarbreytingar á aðstæðum.
10. gr.
Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Gjört í Lúxemborg 9. október 2023.
Fyrir hönd ráðsins,
forseti.
Y. DÍAZ PÉREZ
(1) Sameiginleg afstaða ráðsins 2005/411/SSUÖ frá 30. maí 2005 um þvingunaraðgerðir gegn Súdan og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2004/31/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 139, 2.6.2005, bls. 25).
(2) Sameiginleg afstaða ráðsins 2004/31/SSUÖ frá 9. janúar 2004 um að leggja viðskiptabann á Súdan varðandi vopn, skotfæri og herbúnað(Stjtíð. ESB L 6, 10.1.2004, bls. 55).
(3) Ákvörðun ráðsins 2011/423/SSUÖ frá 18. júlí 2011 um þvingunaraðgerðir gegn Súdan og Suður-Súdan og niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2005/411/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 188, 19.7.2011, bls. 20).
(4) Ákvörðun ráðsins 2014/450/SSUÖ frá 10. júlí 2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Súdan og niðurfellingu ákvörðunar 2011/423/SSUÖ (Stjtíð. ESB L 203, 11.7.2014, bls. 106).
(5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1725 frá 23. október 2018 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu meginstofnana, stofnana, skrifstofa og fagstofnana Sambandsins á persónuupplýsingum og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 45/2001 og ákvörðunar nr. 1247/2002/EB (Stjtíð. ESB L 295, 21.11.2018, bls. 39).
Fylgiskjal 4.
REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2023/2147
frá 9. október 2023
um þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða sem grafa undan stöðugleika
og pólitísku umbreytingarferli í Súdan.
RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
með hliðsjón af ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/2135 frá 9. október 2023 um þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða
sem grafa undan stöðugleika og pólitísku umbreytingarferli í Súdan(1),
með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og
framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Hinn 9. október 2023 samþykkti ráðið ákvörðun (SSUÖ) 2023/2135 þar sem komið er á fót ramma fyrir markvissar þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða sem grafa undan stöðugleika og pólitísku umbreytingarferli í Súdan. Það pólitíska samhengi og ástæður sem liggja að baki þvingunaraðgerðunum eru settar fram í forsenduliðum þeirrar ákvörðunar. Í þeirri ákvörðun er kveðið á um ferðabann, frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs og bann við að gera fjármuni og efnahagslegan auð aðgengilegan tilteknum einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum. Aðilarnir, rekstrareiningarnar og stofnanirnar sem falla undir þvingunaraðgerðirnar eru skráðir í viðauka við þá ákvörðun.
2) Þessar aðgerðir falla undir gildissvið sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins og því er löggjöf á vettvangi Sambandsins nauðsynleg til þess að hrinda þeim í framkvæmd, einkum til að tryggt sé að rekstraraðilar í öllum aðildarríkjunum beiti þeim með samræmdum hætti.
3) Í þessari reglugerð eru þau grundvallarréttindi virt og þeim meginreglum fylgtsem eru viðurkennd ísáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi, nánar tiltekið rétturinn til raunhæfs úrræðis til að leita réttar síns og til sanngjarnra réttarhalda, rétturinn til varnar og rétturinn til verndar persónuupplýsingum. Beita ætti þessari reglugerð í samræmi við þessi réttindi.
4) Verklag við breytingar á skránnisem sett er fram í I. viðauka við reglugerð þessa ætti að fela í sér að tilkynna tilgreindum einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum forsendurnar fyrir skráningunni til þess að gera þeim kleift að gera athugasemdir.
5) Vegna framkvæmdar reglugerðar þessarar og til að tryggja sem mesta réttarvissu innan Sambandsins ætti að birta nöfn og aðrar viðeigandi upplýsingar um þá einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir sem til stendur að frysta fjármuni og efnahagslegan auð hjá í samræmi við þessa reglugerð. Hvers konar vinnsla persónuupplýsinga ætti að vera í samræmi við reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679(2) og (ESB) 2018/1725(3).
6) Aðildarríkin og framkvæmdastjórnin ættu að miðla upplýsingum hvert til annars um þær aðgerðir sem gripið er til samkvæmt þessari reglugerð og um hvers kyns aðrar upplýsingar sem máli skipta og þau búa yfir í tengslum við þessa reglugerð.
7) Aðildarríkin ættu að mæla fyrir um reglur um viðurlög við brotum á ákvæðum þessarar reglugerðar og tryggja að þeim sé framfylgt. Þessi viðurlög ættu að vera skilvirk, í réttu hlutfalli við brotið og hafa varnaðaráhrif.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
a) „krafa“: hvers kyns krafa, hvort sem henni er haldið fram í dómsmáli eða ekki, sem er gerð fyrir eða eftir þann dag þegar reglugerð þessi öðlast gildi og ersamkvæmt eða tengistsamningi eða viðskiptum og einkum:
i. krafa um efndir skuldbindinga sem leiðir af eða tengjast samningi eða viðskiptum,
ii. krafa um framlengingu eða greiðslu skuldabréfs, fjárhagslegrar tryggingar eða skaðleysisbóta í hvaða mynd sem er,
iii. bótakrafa í tengslum við samning eða viðskipti,
iv. gagnkrafa,
v. krafa um viðurkenningu eða fullnustu, m.a. með exequatur, dómi, úrskurði gerðardóms eða jafngildri ákvörðun, óháð því hvar hann eða hún eru kveðin upp eða tekin,
b) „samningur eða viðskipti“: hvers kyns viðskipti, óháð því hvaða lög gilda um þau, hvort sem um ræðir einn eða fleiri samninga eða ámóta skuldbindingar sem sömu eða mismunandi aðilar ganga frá sín á milli; í þessu sambandi felst í hugtakinu „samningur“ skuldabréf, ábyrgð eða skaðleysistrygging, einkum fjárhagsleg trygging eða fjárhagsleg skaðleysistrygging, og lán, hvort sem þau eru lagalega óháð eður ei, einnig tengd ákvæði sem verða til vegna viðskiptanna eða í tengslum við þau,
c) „lögbær stjórnvöld“: lögbær stjórnvöld aðildarríkjanna eins og þau eru tilgreind á vefsetrunum sem eru á skrá í II. viðauka,
d) „efnahagslegur auður“: hvers kyns eignir, hvort heldur efnislegar eða óefnislegar, lausafé eða fasteignir, sem eru ekki fjármunir en unnt er að nota til að komast yfir fjármuni, vörur eða þjónustu,
e) „frysting efnahagslegs auðs“: að koma í veg fyrir hvers konar nýtingu efnahagslegs auðs í því skyni að afla fjármuna, vara eða þjónustu, þ.m.t. en þó ekki eingöngu með sölu, leigu eða veðsetningu þess,
f) „frysting fjármuna“: að koma í veg fyrir hvers konar flutning, tilfærslu, breytingu, notkun á, aðgang að eða viðskipti með fjármuni á einhvern háttsem myndi leiða til breytinga á umfangi þeirra, fjárhæð, staðsetningu, eignarrétti, eignarhaldi, eðli, áfangastað eða annarra breytinga sem gera notkun fjármuna mögulega, þ.m.t. stýring eignasafns,
g) „fjármunir“: hvers konar fjáreignir og ágóði, þ.m.t. en þó ekki eingöngu:
i. reiðufé, ávísanir, peningakröfur, víxlar, póstávísanir og aðrir greiðslugerningar,
ii. inneignir hjá fjármálastofnunum eða öðrum rekstrareiningum, inneignir á reikningum, skuldir og fjárskuldbindingar,
iii. verðbréf eða skuldaskjöl, sem viðskipti eru með á almennum markaði og utan hans, þ.m.t. hlutabréf og eignarhlutir,skírteini fyrir verðbréfum, skuldabréf, skuldaviðurkenningar, ábyrgðir, óveðtryggð skuldabréf og afleiðusamningar,
iv. vextir, arðgreiðslur eða aðrar tekjur eða verðmæti sem safnast upp vegna eigna eða myndast af eignum,
v. lánsviðskipti, réttur til skuldajöfnunar, tryggingar, fullnustuábyrgðir eða aðrar fjárskuldbindingar,
vi. bankaábyrgðir, farmbréf, sölureikningar,
vii. skjöl sem færa sönnur á hlutdeild í fjármunum eða fjármagni,
h) „yfirráðasvæði Sambandsins“: þau yfirráðasvæði aðildarríkjanna sem sáttmálinn tekur til, samkvæmt þeim
skilyrðum sem mælt er fyrir um í sáttmálanum, þ.m.t. loftrými þeirra.
2. gr.
1. Frysta skal alla fjármuni og efnahagslegan auð sem tilheyrir, er í eigu, í vörslu eða undir stjórn einstaklings, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnunar sem er á skrá í I. viðauka.
2. Engir fjármunir eða efnahagslegur auður skal gerður aðgengilegur þeim einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum, sem eru á skrá í I. viðauka, með beinum eða óbeinum hætti, eða koma þeim til góða.
3. Í I. viðauka skal tilgreina einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnanir:
a) sem eru ábyrgir fyrir eða hafa tekið beinan eða óbeinan þátt í, stutt við eða notið ábata af, aðgerðum eða stefnum sem ógna friði, stöðugleika eða öryggi í Súdan,
b) sem ógna eða grafa undan viðleitni til að koma aftur á pólitísku umbreytingarferli í Súdan,
c) sem hindra mannúðaraðstoð eða aðgang að mannúðaraðstoð eða miðlun mannúðaraðstoðar í Súdan, þ.m.t. árásir á heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk hjálparstofnana og haldlagning og eyðing innviða og eigna í mannúðarmálum eða heilbrigðismálum,
d) sem eiga aðild að því að skipuleggja, stjórna eða fremja verknaði í Súdan sem teljast vera alvarleg mannréttindabrot eða misbeiting eða brot á alþjóðlegum mannúðarrétti, þ.m.t. manndráp og limlestingar, nauðganir og annað alvarlegt kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, brottnám og nauðungarflutningar,
e) sem tengjast einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem falla undir a- til d-lið.
3. gr.
1. Þrátt fyrir 2. gr. geta lögbær stjórnvöld heimilað að tilteknir frystir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur eða að tilteknir fjármunir eða efnahagslegur auður verði gerður aðgengilegur, samkvæmt þeim skilyrðum sem þau telja viðeigandi, eftir að hafa gengið úr skugga um að viðkomandi fjármunir eða efnahagslegur auður sé:
a) nauðsynlegur til að uppfylla grunnþarfir þeirra einstaklinga, lögaðila, rekstrareininga eða stofnana sem eru á skrá í I. viðauka og aðstandenda á framfæri einstaklinganna, þ.m.t. greiðslur vegna matarkaupa, leigu eða veðlána, lyfja og læknismeðferðar, skattheimtu, iðgjalda og opinberra þjónustugjalda,
b) eingöngu ætlaður til að greiða hæfilega þóknun fyrir sérfræðistörf eða til að standa straum af útgjöldum vegna veittrar lögfræðiþjónustu,
c) eingöngu ætlaður til að greiða þóknun eða þjónustugjald fyrir venjubundna vörslu frystra fjármuna eða efnahagslegs auðs eða umsýslu þar að lútandi,
d) nauðsynlegur vegna óreglulegra útgjalda, að því tilskildu að viðkomandi lögbært stjórnvald hafi kunngjört lögbærum stjórnvöldum hinna aðildarríkjanna og framkvæmdastjórninni forsendurnar fyrir því að það telji að veita ætti sérstaka heimild, a.m.k. tveimur vikum áður en heimildin er veitt eða
e) til þess að greiða inn á eða út af reikningi sendi- eða ræðisskrifstofu eða alþjóðastofnunar, sem nýtur friðhelgi að þjóðarétti, að því leyti sem slíkar greiðslur eru ætlaðar til nota í opinberum tilgangi af hálfu viðkomandi sendi- eða ræðisskrifstofu eða alþjóðastofnunar.
2. Viðkomandi aðildarríki skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um sérhverja heimild sem veitt er skv. 1. mgr. innan tveggja vikna frá því að hún er veitt.
4. gr.
1. Ákvæði 1. og 2. mgr. 2. gr. gilda ekki um það þegar nauðsynlegir fjármunir eða efnahagslegur auður er gerður aðgengilegur til að tryggja að veita megi tímanlega mannúðaraðstoð eða styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks þegar slík aðstoð og önnur starfsemi er framkvæmd af hálfu:
a) Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. áætlana þeirra, fjármuna og annarra rekstrareininga og stofnana, sem og sérstofnana þeirra og tengdra stofnana,
b) alþjóðastofnana,
c) stofnana á sviði mannúðarmála sem hafa stöðu áheyrnarfulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og aðila að þessum mannúðarstofnunum,
d) frjálsra félagasamtaka með tvíhliða eða marghliða fjármögnun sem taka þátt í viðbragðsáætlunum Sameinuðu þjóðanna um mannúðaraðstoð, viðbragðsáætlunum vegna flóttafólks, öðrum áköllum Sameinuðu þjóðanna eða klösum á sviði mannúðarmála sem samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum samhæfir,
e) samtaka og fagstofnana, sem Sambandið hefur veitt vottorð um samstarf í mannúðarmálum (e. Humanitarian Partnership Certificate) eða sem hafa vottun eða viðurkenningu frá aðildarríki í samræmi við landsbundna málsmeðferð,
f) sérstofnana aðildarríkjanna eða
g) starfsfólks, styrkþega, dótturfélaga eða framkvæmdaraðila þeirra rekstrareininga sem um getur í a- til f-lið á meðan og að því marki sem þeir starfa í þessum stöðum.
2. Með fyrirvara um 1. mgr. og þrátt fyrir 1. og 2. mgr. 2. gr. geta lögbær stjórnvöld aðildarríkis heimilað að tilteknir frystir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur eða að tilteknir fjármunir eða efnahagslegur auður verði gerður aðgengilegur samkvæmt þeim skilyrðum sem þau telja viðeigandi, eftir að hafa gengið úr skugga um að þessir fjármunir eða efnahagslegur auður sé nauðsynlegur til að tryggja megi tímanlega mannúðaraðstoð eða til að styðja við aðra starfsemi sem styður við grunnþarfir fólks.
3. Ef ekki liggur fyrir neikvæð ákvörðun, beiðni um upplýsingar eða tilkynning um viðbótartíma frá lögbæru stjórnvaldi innan fimm virkra daga frá viðtökudegi beiðni um heimild skv. 2. mgr. skal líta svo á að heimildin hafi verið veitt.
Viðkomandi aðildarríki skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um sérhverja heimild sem veitt er samkvæmt þessari grein innan fjögurra vikna frá því að slík heimild er veitt.
5. gr.
1. Þrátt fyrir 1. mgr. 2. gr. geta lögbær stjórnvöld heimilað að tilteknir frystir fjármunir eða efnahagslegur auður verði affrystur, að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
a) að fjármunirnir eða hinn efnahagslegi auður sé andlag ákvörðunar gerðardóms, sem fyrir liggur fyrir þann dag þegar viðkomandi einstaklingur, lögaðili, rekstrareining eða stofnun, er um getur í 2. gr., var færð á skrá í I. viðauka, eða andlag ákvörðunar dómstóls eða stjórnvalds innan Sambandsins eða ákvörðunar dómstóls sem er aðfararhæf í viðkomandi aðildarríki fyrir eða eftir þann dag,
b) að fjármunirnir eða hinn efnahagslegi auður verði einungis notaður til að uppfylla kröfur, sem fyrrnefnd ákvörðun tryggir eða sem viðurkennt er að séu gildar samkvæmt henni, innan þeirra marka sem gildandi lög og reglur um réttindi þeirra aðila, sem eiga slíkar kröfur, kveða á um,
c) að ákvörðunin sé ekki í þágu einstaklings, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnunar sem er á skrá í I. viðauka og
d) að viðurkenning ákvörðunarinnar stríði ekki gegn allsherjarreglu í viðkomandi aðildarríki.
2. Viðkomandi aðildarríki skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um sérhverja heimild sem veitt er skv. 1. mgr. innan tveggja vikna frá því að hún er veitt.
6. gr.
1. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 2. gr. og að því tilskildu að greiðsla einstaklings, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnunar sem er á skrá í I. viðauka eigi að fara fram samkvæmt samningi eða samkomulagi sem viðkomandi einstaklingur, lögaðili, rekstrareining eða stofnun gerði, eða samkvæmt skuldbindingu sem viðkomandi bar að sinna fyrir þann dag er einstaklingurinn, lögaðilinn, rekstrareiningin eða stofnunin hafði verið skráð í I. viðauka, geta lögbær stjórnvöld heimilað, samkvæmt þeim skilyrðum sem þau telja viðeigandi, affrystingu tiltekinna
frystra fjármuna eða efnahagslegs auðs, að því tilskildu að viðkomandi lögbær stjórnvöld hafi komist að raun um:
a) að fjármunirnir eða hinn efnahagslegi auður verði notaður sem greiðsla af hálfu einstaklings, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnunar sem er á skrá í I. viðauka og
b) að greiðslan sé ekki brot á 2. mgr. 2. gr.
2. Viðkomandi aðildarríki skal tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um sérhverja heimild sem veitt er skv. 1. mgr. innan tveggja vikna frá því að hún er veitt.
7. gr.
1. Ákvæði 2. mgr. 2. gr. koma ekki í veg fyrir að fjármála- eða lánastofnanir, sem taka við fjármunum sem þriðju aðilar yfirfæra inn á reikninga einstaklings, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnunar sem er á skrá, færi þá til tekna á frystum reikningum, að því tilskildu að það viðbótarfé sem þannig er fært á slíka reikninga sé einnig fryst. Hlutaðeigandi fjármála- eða lánastofnun skal tilkynna viðkomandi lögbæru stjórnvaldi um slík viðskipti án tafar.
2. Ákvæði 2. mgr. 2. gr. gildir ekki um eftirtaldar viðbætur við frysta reikninga:
a) vexti eða aðrar tekjur af fyrrnefndum reikningum,
b) greiðslur, sem inna ber af hendi samkvæmt samningum, samkomulagi eða skuldbindingum sem gengið var frá eða urðu til fyrir þann dag sem viðkomandi einstaklingur, lögaðili, rekstrareining eða stofnun, sem um getur í 2. gr., var færður á skrá í I. viðauka eða
c) greiðslur, sem inna ber af hendi samkvæmt ákvörðunum dóms, stjórnvalds eða gerðardóms sem teknar eru í aðildarríki eða eru aðfararhæfar í viðkomandi aðildarríki,
að því tilskildu að slíkir vextir, aðrar tekjur og greiðslur séu fryst skv. 1. mgr. 2. gr.
8. gr.
1. Einstaklingar, lögaðilar, rekstrareiningar og stofnanir skulu:
a) beina, án tafar, öllum upplýsingum, sem myndu greiða fyrir því að unnt sé að fara að ákvæðum reglugerðar þessarar, t.d. upplýsingum um reikninga og fjárhæðir, sem eru fryst í samræmi við 1. mgr. 3. gr., til viðkomandi lögbærs stjórnvalds í því aðildarríki þar sem þeir eða þær hafa heimilisfesti eða eru staðsettir eða staðsettar, og senda framkvæmdastjórninni þessar upplýsingar milliliðalaust eða fyrir atbeina aðildarríkisins og
b) vinna með lögbæra stjórnvaldinu að því að sannreyna þær upplýsingar sem um getur í a-lið.
2. Skuldbindingin í 1. mgr. skal gilda með fyrirvara um innlendar eða aðrar viðeigandi reglur að því er varðar leynd upplýsinga í vörslu dómsyfirvalda og í samræmi við þá virðingu fyrir trúnaði sem ríkir í samskiptum milli lögmanna og skjólstæðinga þeirra og tryggð er í 7. gr. sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi. Í þessu skyni fela slík samskipti í sér þau samskipti sem varða lögfræðiráðgjöf sem veitt er af öðrum sérfræðingum með málflutningsleyfi samkvæmt landslögum til að flytja mál fyrir skjólstæðinga sína fyrir dómstólum, að svo
miklu leyti sem slík lögfræðiráðgjöf er veitt í tengslum við yfirstandandi eða væntanlega dómsmeðferð.
3. Allar viðbótarupplýsingar, sem framkvæmdastjórnin veitir viðtöku beint,skulu gerðar aðgengilegar aðildarríkjunum.
4. Allar upplýsingar, sem eru látnar í té eða veitt viðtaka samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, eru eingöngu ætlaðar til notkunar í sama tilgangi og leiddi til þess að þær voru veittar eða þeim veitt viðtaka.
5. Lögbær stjórnvöld aðildarríkjanna, þ.m.t. fullnustuyfirvöld, tollyfirvöld í skilningi reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 952/2013(4), lögbær stjórnvöld í skilningi reglugerðar (ESB) nr. 575/2013(5), tilskipunar (ESB) 2015/849(6) og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB(7), auk stjórnenda opinberra skráa þar sem einstaklingar, lögaðilar, rekstrareiningar og stofnanir ásamt lausafé og fasteignum eru skráð, skulu vinna og skiptast án tafar á upplýsingum, þ.m.t. persónuupplýsingum og, ef nauðsyn krefur, upplýsingum sem um getur í a-lið 1. mgr. með öðrum lögbærum stjórnvöldum aðildarríkis þeirra, eða annarra aðildarríkja og framkvæmdastjórnarinnar, ef slík vinnsla og skipti er nauðsynleg til að inna af hendi verkefni vinnsluyfirvaldsins eða viðtökuyfirvaldsins samkvæmt þessari reglugerð, einkum þegar þau verða vör við brot eða sniðgöngu, eða tilraunir til brota eða sniðgöngu, á bönnum sem sett eru fram í þessari reglugerð.
6. Hvers konar vinnsla persónuupplýsinga skal fara fram í samræmi við þessa reglugerð og reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 og (ESB) 2018/1725, einungis að því marki sem nauðsynlegt er vegna beitingar þessarar reglugerðar og til að tryggja skilvirka samvinnu milli aðildarríkja og við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins við beitingu hennar.
9. gr.
1. Lagt skal bann við því að taka þátt, vitandi vits og af ásetningi, í starfsemi sem miðar að því, eða hefur þau áhrif, að þær aðgerðir, er um getur í 2. gr., séu sniðgengnar.
2. Einstaklingar, lögaðilar, rekstrareiningar eða stofnanir sem eru á skrá í I. viðauka, skulu:
a) gefa skýrslu, innan sex vikna frá dagsetningu færslu þeirra á skrá í I. viðauka, um fjármuni eða efnahagslegan auð í lögsögu aðildarríkis, sem tilheyrir þeim, er í eigu, vörslu eða undir stjórn þeirra, til lögbærs stjórnvalds aðildarríkisins þar sem fjármunirnir eða efnahagslegi auðurinn eru staðsett og
b) vinna með því lögbæra stjórnvaldi að því að sannreyna slíkar upplýsingar.
3. Vanræksla á því að fara að 2. mgr. skal teljast þátttaka, eins og um getur í 1. mgr., í starfsemi sem miðar að því, eða hefur þau áhrif, að þær aðgerðir, er um getur í 2. gr., séu sniðgengnar.
4. Hlutaðeigandi aðildarríki skal upplýsa framkvæmdastjórnina innan tveggja vikna frá móttöku upplýsinganna sem um getur í a-lið 2. mgr.
5. Allar upplýsingar, sem eru látnar í té eða veitt viðtaka samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, eru eingöngu ætlaðar til notkunar í sama tilgangi og leiddi til þess að þær voru veittar eða þeim veitt viðtaka.
6. Hvers konar vinnsla persónuupplýsinga skal fara fram í samræmi við þessa reglugerð og reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 og (ESB) 2018/1725 og einungis að því marki sem nauðsynlegt er vegna beitingar þessarar reglugerðar.
10. gr.
1. Ef fjármunir eða efnahagslegur auður er frystur, eða ef synjað er um aðgang að fjármunum eða efnahagslegum auði, í góðri trú, á þeirri forsendu að slík aðgerð sé í samræmi við reglugerð þessa, bera þeir einstaklingar, lögaðilar, rekstrareiningar eða stofnanir, sem annast framkvæmd slíkrar aðgerðar eða hlutaðeigandi stjórnendur eða starfsmenn, ekki ábyrgð af neinu tagi nema sannað þyki að fjármunirnir og hinn efnahagslegi auður hafi verið frystir eða synjað hafi verið um aðgang að þeim af gáleysi.
2. Aðgerðir einstaklinga, lögaðila, rekstrareininga eða stofnana skapar þeim ekki ábyrgð af neinu tagi, ef þeir eða þær vissu ekki, og höfðu enga réttmæta ástæðu til að ætla, að aðgerðir þeirra myndu fara í bága við þau bönn sem sett eru í þessari reglugerð.
11. gr.
1. Óheimilt er að efna kröfur sem tengjast samningi eða viðskiptum þegar aðgerðir, sem gripið er til samkvæmt reglugerð þessari, hafa áhrif á framkvæmd þeirra með beinum eða óbeinum hætti, í heild eða að hluta, þ.m.t. kröfur um skaðleysisbætur eða aðrar ámóta kröfur, t.d. bótakröfur eða kröfur samkvæmt ábyrgðarloforði, einkum framlengingar- eða greiðslukröfur vegna skuldabréfa, ábyrgðar eða skaðleysisbóta og þá sérstaklega fjárhagslegrar ábyrgðar eða skaðleysisbóta, í hvaða mynd sem er, ef slíkar kröfur eru settar fram af:
a) einstaklingum, lögaðilum, rekstrareiningum eða stofnunum sem eru á skrá í I. viðauka,
b) einstaklingi, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun sem starfar gegnum eða fyrir hönd einhvers þeirra einstaklinga, aðila, rekstrareininga eða stofnana er um getur í a-lið.
2. Þegar mál er til meðferðar vegna fullnægingar kröfu skal sönnunarbyrði vegna þeirrar fullyrðingar að eigi sé bannað eftir ákvæðum 1. mgr. að efna kröfuna hvíla á þeim einstaklingi, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun, sem leitar eftir því að kröfunni verði fullnægt.
3. Ákvæði þessarar greinar eru með fyrirvara um rétt þeirra einstaklinga eða lögaðila, rekstrareininga og stofnana, er um getur í 1. mgr., til að skjóta málum til dómstóla sem skeri úr um lögmæti þess að samningsbundnar skyldur séu ekki uppfylltar í samræmi við reglugerð þessa.
12. gr.
1. Framkvæmdastjórnin og aðildarríki skulu upplýsa hvert annað um þær aðgerðir sem gripið er til samkvæmt reglugerð þessari og veita hvert öðru aðrar upplýsingar, sem máli skipta og þau búa yfir, í tengslum við reglugerð þessa, einkum upplýsingar er varða:
a) frysta fjármuni skv. 2. gr. og heimildir sem veittar eru skv. 3. gr., 2. mgr. 4. gr., 5. gr. og 6. gr.,
b) brot á ákvæðum og vandkvæði samfara framkvæmd hennar, ásamt upplýsingum um dóma innlendra dómstóla.
2. Aðildarríkin skulu tafarlaust upplýsa hvert annað og framkvæmdastjórnina um aðrar viðeigandi upplýsingar sem þau búa yfir og gætu haft áhrif á skilvirka framkvæmd reglugerðar þessarar.
13. gr.
1. Ákveði ráðið að þær aðgerðir er um getur í 2. gr. skuli varða einstakling, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun, skal það gera viðeigandi breytingar á I. viðauka.
2. Ráðið skal tilkynna ákvörðun skv. 1. mgr., m.a. ástæður þess að viðkomandi er færður á skrá, þeim einstaklingi, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun sem í hlut á, annaðhvort milliliðalaust, ef heimilisfang viðkomandi er þekkt, eða með útgáfu tilkynningar, þar sem fyrrnefndum einstaklingi, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun býðst að leggja fram athugasemdir sínar.
3. Ef athugasemdir eru gerðar eða traust, ný gögn lögð fram skal ráðið endurskoða viðkomandi ákvörðun og upplýsa viðkomandi einstakling, lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun um niðurstöðuna.
4. Endurskoða skal skrána í I. viðauka með reglulegu millibili og a.m.k. á 12 mánaða fresti.
5. Framkvæmdastjórnin skal hafa umboð til að breyta II. viðauka á grundvelli upplýsinga sem aðildarríkin láta í té.
14. gr.
1. Í I. viðauka skal tilgreina ástæður þess að viðkomandi einstaklingar, lögaðilar, rekstrareiningar eða stofnanir eru færð á skrá.
2. Í I. viðauka skulu vera nauðsynlegar upplýsingar, ef þær liggja fyrir, til að bera kennsl á viðkomandi einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar eða stofnanir. Að því er einstaklinga varðar geta þessar upplýsingar verið nöfn þeirra og tökuheiti, fæðingardagur, -ár og -staður, ríkisfang, númer vegabréfs og kennivottorðs, kyn, heimilisfang, ef það er þekkt, og hlutverk eða starf. Að því er varðar lögaðila, rekstrareiningar eða stofnanir geta þessar upplýsingar verið m.a. nöfn, skráningarstaður og -dagsetning, skráningarnúmer og starfsstöð.
15. gr.
1. Aðildarríkin skulu setja reglur um viðurlög við brotum gegn ákvæðum reglugerðar þessarar og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að þeim sé beitt. Viðurlögin skulu vera skilvirk, í réttu hlutfalli við brotið og hafa varnaðaráhrif. Aðildarríkin skulu einnig kveða á um viðeigandi ráðstafanir til að gera ágóða af slíkum brotum upptækan.
2. Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um þær reglur, sem um getur í 1. mgr., strax eftir að reglugerð þessi öðlast gildi og tilkynna henni um allar breytingar sem kunna að verða gerðar síðar.
16. gr.
1. Ráðið, framkvæmdastjórnin og æðsti fulltrúi Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum („æðsti fulltrúinn“) mega vinna persónuupplýsingar til að geta sinnt verkefnum sínum samkvæmt þessari reglugerð. Þessi verkefni skulu fela í sér:
a) að því er varðar ráðið, að undirbúa og gera breytingar á I. viðauka,
b) að því er varðar æðsta fulltrúann, að undirbúa breytingar á I. viðauka,
c) að því er varðar framkvæmdastjórnina:
i. að bæta efni I. viðauka við rafrænu samsteyptu skrána yfir aðila, hópa og rekstrareiningar sem sæta fjárhagslegum refsiaðgerðum Sambandsins og á gagnvirka kortið yfir refsiaðgerðir, sem bæði eru aðgengileg almenningi,
ii. að vinna upplýsingar um áhrif aðgerða sem kveðið er á um í þessari reglugerð, s.s. um verðmæti frystra fjármuna og upplýsingar um heimildir sem lögbær stjórnvöld hafa veitt.
2. Ráðið, framkvæmdastjórnin og æðsti fulltrúinn skulu, eftir atvikum, vinna viðeigandi upplýsingar sem varða refsiverð brot, framin af skráðum einstaklingum, sakfellingar slíkra einstaklinga í refsimálum eða öryggisráðstafanir sem varða þá, aðeins að því marki sem slík vinnsla er nauðsynleg vegna undirbúnings I. viðauka.
3. Að því er varðar þessa reglugerð eru ráðið, framkvæmdastjórnin og æðsti fulltrúinn tilgreind sem „ábyrgðaraðili“ í skilningi 8. liðar 3. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1725, til að tryggja að viðkomandi einstaklingar geti neytt réttar síns samkvæmt þeirri reglugerð.
17. gr.
1. Aðildarríkin skulu tilnefna þau lögbæru stjórnvöld er um getur í reglugerð þessari og tilgreina þau á vefsetrunum sem eru á skrá í II. viðauka. Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um hvers kyns breytingar á vefföngum vefsetra sinna sem skráð eru í II. viðauka.
2. Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um tilnefningu lögbærra stjórnvalda þeirra og um hvernig ná má sambandi við þau, strax eftir að þessi reglugerð öðlast gildi og tilkynna henni um allar breytingar sem kunna að verða gerðar síðar.
3. Sé gerð krafa, samkvæmt þessari reglugerð, um að senda framkvæmdastjórninni tilkynningar eða upplýsingar eða hafa samband við hana á annan hátt skulu heimilisfang og aðrar samskiptaupplýsingar, sem nota skal til slíkra samskipta, vera þau sem gefin eru upp í II. viðauka.
18. gr.
Allar upplýsingar, sem framkvæmdastjórninni eru látnar í té eða hún veitir viðtöku samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar, eru eingöngu ætlaðar framkvæmdastjórninni til notkunar í sama tilgangi og leiddi til þess að þær voru veittar eða þeim veitt viðtaka.
19. gr.
Reglugerð þessi gildir:
a) á yfirráðasvæði Sambandsins, þ.m.t. í loftrými þess,
b) um borð í loftförum eða skipum sem lögsaga aðildarríkis nær til,
c) um sérhvern einstakling innan eða utan yfirráðasvæðis Sambandsins sem er ríkisborgari í aðildarríki,
d) um sérhvern lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun, innan eða utan yfirráðasvæðis Sambandsins, sem er skráð eða löglega stofnuð samkvæmt lögum aðildarríkis,
e) um sérhvern lögaðila, rekstrareiningu eða stofnun að því er varðar viðskipti sem fara fram, að öllu leyti eða að hluta, innan Sambandsins.
20. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Lúxemborg 9. október 2023.
Fyrir hönd ráðsins,
forseti.
Y. DÍAZ PÉREZ
(1) Stjtíð. ESB L 2023/2135, 11.10.2023, ELI: http://data.europa.eu/eli/dec/2023/2135/oj.
(2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (Stjtíð. ESB L 119, 4.5.2016, bls. 1).
(3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1725 frá 23. október 2018 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu meginstofnana, stofnana, skrifstofa og fagstofnana Sambandsins á persónuupplýsingum og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 45/2001 og ákvörðunar nr. 1247/2002/EB (Stjtíð. ESB L 295, 21.11.2018, bls. 39).
(4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 952/2013 frá 9. október 2013 um tollalög Sambandsins (Stjtíð. ESB L 269, 10.10.2013, bls. 1).
(5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 frá 26. júní 2013 um varfærniskröfur að því er varðar lánastofnanir og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 (Stjtíð. ESB L 176, 27.6.2013, bls. 1).
(6) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 frá 20. maí 2015 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012, og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/60/EB og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2006/70/EB (Stjtíð. ESB L 141, 5.6.2015, bls. 73).
(7) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB frá 15. maí 2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á tilskipun 2002/92/EB og tilskipun 2011/61/ESB (Stjtíð. ESB L 173, 12.6.2014, bls. 349).
https://eur-lex.europa.eu/eli/reg/2023/2147/oj
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.