Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 5. des. 2025

Stofnreglugerð

800/2025

Reglugerð um þorskígildisstuðla fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og almanaksárið 2026.

1. gr.

Þorskígildisstuðlar fyrir fiskveiðiárið 1. september 2025 til 31. ágúst 2026 eru sem hér segir:

Tegund Stuðull Tegund Stuðull Tegund Stuðull
Beitukóngur 0,27 Keila 0,27 Skrápflúra 0,05
Beltisþari 0,06 Kræklingur 0,16 Skollakoppur (ígulker) 0,34
Blágóma 0,09 Kúskel 0,15 Skötuselur 1,00
Blálanga 0,38 Langa 0,51 Slétti langhali 0,15
Brimbútur (sæbjúga) 0,18 Langlúra 0,68 Smokkfiskur 0,08
Djúpkarfi 0,60 Litla brosma 0,03 Snarphali 0,11
Flundra/ósalúra 0,01 Litli karfi 0,32 Spærlingur 0,08
Geirnyt 0,02 Loðna 0,26 Steinbítur 0,41
Gjölnir 0,07 Lúða 1,49 Stinglax 0,40
Grálúða 1,88 Lýr 0,06 Stóra brosma 0,14
Grásleppa 0,40 Lýsa 0,23 Tindaskata 0,07
Grjótkrabbi/klettakrabbi 0,44 Náskata 0,05 Trjónukrabbi 0,62
Gullkarfi 0,54 Norræni silfurfiskur 0,06 Ufsi 0,61
Gulllax 0,25 Punktalaxsíld 0,08 Urrari 0,02
Háfur 0,02 Rauðmagi 0,29 Úthafsrækja 0,78
Hákarl 0,04 Rækja á grunnslóð 0,36 Vogmær 0,06
Hámeri 0,09 Rækja við Snæfellsnes 0,88 Ýsa 0,71
Hlýri 0,59 Sandhverfa 2,41 Þorskur 1,00
Humar (slitinn) 6,21 Sandkoli 0,33 Þykkvalúra/sólkoli 1,22
Hvítskata 0,08 Skarkoli 0,74 Öfugkjafta 0,69
Hörpudiskur 0,21 Skata 0,16

2. gr.

Þorskígildisstuðlar vegna aflaheimilda sem miðast við almanaksárið 2026 eru sem hér segir:

Tegund Stuðull
Íslensk sumargotssíld 0,14
Kolmunni 0,08
Makríll 0,17
Norsk-íslensk síld 0,16

3. gr.

Reglugerð þessi er sett, skv. 19. gr. laga um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast gildi 1. september 2025.

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. þá gildir þorskígildisstuðull fyrir íslenska sumargotssíld einnig fyrir tímabilið frá 1. september 2025 til 31. desember 2025.

Atvinnuvegaráðuneytinu, 14. júlí 2025.

Hanna Katrín Friðriksson.

Kolbeinn Árnason.

B deild - Útgáfudagur: 15. júlí 2025

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.