Prentað þann 5. des. 2025
Breytingareglugerð
799/2025
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 670/2025 um heimild grænlenskra skipa til veiða á makríl á árinu 2025.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglugerðarinnar:
- 2. mgr. 14. gr. orðast svo:
Grænlensk skip sem hafa leyfi skv. 2. gr. er heimilt að fullvinna afla um borð. - Á eftir 2. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Óheimilt er að hefja veiðar í íslenskri fiskveiðilögsögu ef afli veiddur utan íslenskrar fiskveiðilögsögu er um borð í fiskiskipinu.
Afli sem veiddur er í íslenskri fiskveiðilögsögu og fullunninn er um borð í fiskiskipi samkvæmt samningi milli Grænlands og Íslands um veiðar á makríl skal landa á Íslandi.
Skylt er að landa afskurði er fellur til við fullvinnslu afla.
Óheimilt er að hefja veiðar utan íslenskrar fiskveiðilögsögu fyrr en að lokinni löndun á Íslandi.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 9. gr. laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 14. júlí 2025.
Hanna Katrín Friðriksson.
Guðmundur Þórðarson.
B deild - Útgáfudagur: 15. júlí 2025
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.