Prentað þann 21. nóv. 2024
795/2022
Reglugerð um vegabréfsáritanir.
I. HLUTI Almenn ákvæði.
1. gr. Markmið og gildissvið.
Með reglugerð þessari er kveðið á um verklagsreglur og skilyrði fyrir útgáfu vegabréfsáritana af Íslands hálfu til gegnumferðar um eða fyrirhugaðrar dvalar, einnar eða fleiri, á yfirráðasvæði aðildarríkja Schengen-samstarfsins í allt að 90 daga á hverju 180 daga tímabili, sem og heimild Útlendingastofnunar til útgáfu vegabréfsáritana til lengri dvalar á Íslandi á grundvelli dvalar- og/eða atvinnuleyfis.
Ákvæði þessarar reglugerðar gilda um alla ríkisborgara þriðju ríkja, sem verða að hafa vegabréfsáritun til að fara yfir ytri landamæri aðildarríkjanna, sbr. viðauka 8 og 9 þar sem talin eru upp þriðju ríki hverra ríkisborgarar verða að hafa vegabréfsáritun til að fara yfir ytri landamæri aðildarríkjanna og þriðju ríki hverra ríkisborgarar eru undanþegnir þeirri kvöð, sbr. þó rétt ríkisborgara þriðju ríkja sem eru aðstandendur íslenskra ríkisborgara eða EES- eða EFTA-útlendinga, til frjálsrar farar.
Í þessari reglugerð eru einnig talin upp þau þriðju ríki hverra ríkisborgarar falla undir kvöð um vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn, samkvæmt undantekningu frá meginreglunni um frjálsa gegnumför, sem mælt er fyrir um í 9. viðauka við Chicago-samþykktina um alþjóðaflugmál, auk þess sem settar eru verklagsreglur og skilyrði fyrir útgáfu vegabréfsáritana til gegnumferðar um alþjóðleg gegnumferðarsvæði flughafna í aðildarríkjunum.
2. gr. Skilgreiningar.
Iacute; þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
- Aðildarríki: ríki sem tekur fullan þátt í Schengen-samstarfinu.
- Ríkisborgari þriðja ríkis: útlendingur sem er ekki íslenskur ríkisborgari eða borgari ríkis sem tilheyrir Evrópska efnahagssvæðinu eða fellur undir stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu.
-
Vegabréfsáritun:
-
heimild gefin út af íslenskum stjórnvöldum, eða fyrir þeirra hönd, til:
- gegnumferðar um eða fyrirhugaðrar dvalar á yfirráðasvæði aðildarríkjanna í 90 daga eða skemur á 180 daga tímabili frá fyrsta komudegi til yfirráðasvæðis aðildarríkjanna,
- gegnumferðar um alþjóðleg gegnumferðarsvæði flughafna í aðildarríkjunum.
- heimild gefin út af íslenskum stjórnvöldum eða fyrir þeirra hönd, í allt að 90 daga til dvalar, á grundvelli dvalar- og/eða atvinnuleyfis, sem liggur fyrir þegar vegabréfsáritunin er veitt.
-
- Samræmd vegabréfsáritun: vegabréfsáritun sem gildir á yfirráðasvæði allra aðildarríkjanna.
- Vegabréfsáritun með takmarkað gildissvæði: vegabréfsáritun sem gildir á yfirráðasvæði eins eða fleiri aðildarríkja en ekki allra aðildarríkjanna.
- Vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn: vegabréfsáritun til gegnumferðar um alþjóðleg gegnumferðarsvæði einnar eða fleiri flughafna í aðildarríkjunum.
- Vegabréfsáritunarmiði: fyrirmyndin að samræmdum vegabréfsáritunum sem komið var á með reglugerð (EB) nr. 1683/95 um fyrirmynd að samræmdum vegabréfsáritunum.
- Viðurkennd ferðaskilríki: ferðaskilríki sem viðurkennd eru af einu eða fleiri aðildarríkjum til ferðar yfir ytri landamæri til að festa vegabréfsáritanir í, til samræmis við ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1105/2011.
- Laust blað til að festa vegabréfsáritun á: fyrirmynd að samræmdu eyðublaði til að festa vegabréfsáritun á, sem aðildarríki veita einstaklingum með ferðaskilríki sem eru ekki viðurkennd í aðildarríkinu sem gefur út eyðublaðið, eins og það er skilgreint í reglugerð ráðsins (EB) nr. 333/2002 frá 18. febrúar 2002 um fyrirmynd að samræmdu eyðublaði fyrir festingu vegabréfsáritunar sem aðildarríki veita einstaklingum með ferðaskilríki sem eru ekki viðurkennd í aðildarríkinu sem gefur út eyðublaðið.
- Sendiskrifstofa: sendiráð eða alræðisskrifstofa aðildarríkis, sem hefur heimild til að gefa út vegabréfsáritanir og sem sendiræðiserindreki veitir forstöðu, eins og skilgreint er í Vínarsamningnum um ræðissamband frá 24. apríl 1963.
- Umsókn: umsókn um vegabréfsáritun.
- Fyrirtæki sem starfar sem milliliður: einkarekin umsýsluskrifstofa, flutningamiðlun eða ferðaskrifstofa (ferðaskipuleggjandi eða ferðasmásali).
- Fyrirsvarsríki: aðildarríki sem falið hefur verið að fara með fyrirsvar í samræmi við 8. gr.
- Sjómaður: hver sá sem vinnur, er ráðinn til starfa eða innir af hendi starf af hvaða tagi sem er um borð í skipi í siglingum á sjó eða á alþjóðlegu innsævi.
- Rafræn undirskrift: gögn á rafrænu formi sem eru tengd við eða rökrænt vensluð við önnur gögn á rafrænu formi og undirritandi notar til að undirrita.
II. HLUTI Vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn.
3. gr. Ríkisborgarar þriðju ríkja sem falla undir kvöð um vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn.
Ríkisborgurum þeirra þriðju ríkja sem eru tilgreind í viðauka 4 er skylt að hafa vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn þegar þeir fara um alþjóðleg gegnumferðarsvæði íslenskra flughafna.
Í bráðatilvikum, þegar um er að ræða stórfellt innstreymi ólöglegra innflytjenda, er heimilt að krefjast þess að ríkisborgarar annarra þriðju ríkja en þeirra, sem um getur í 1. mgr., hafi vegabréfs-áritun til gegnumferðar um flughöfn þegar þeir fara um alþjóðleg gegnumferðarsvæði íslenskra flughafna.
Eftirtaldir eru undanþegnir kvöðinni um vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn, sem um getur í 1. og 2. mgr.:
- handhafar gildrar samræmdrar vegabréfsáritunar, landsbundinnar vegabréfsáritunar til langrar dvalar eða dvalarleyfis sem aðildarríki hefur gefið út,
- ríkisborgarar þriðju ríkja sem eru handhafar gilds dvalarleyfis, sem gefið er út af aðildarríki sem tekur ekki þátt í samþykkt reglugerðar (ESB) nr. 1155/2019 um vegabréfsáritanir eða af aðildarríki sem beitir Schengen-réttarreglunum ekki að fullu enn sem komið er, eða ríkisborgarar þriðju ríkja sem eru handahafar eins af þeim gildu dvalarleyfum sem tilgreind eru í skránni í 5. viðauka og gefin eru út af Andorra, Kanada, Japan, San Marínó eða Bandaríkjunum, sem ábyrgjast skilyrðislausa endurviðtöku viðkomandi, eða handhafar gilds dvalarleyfis í einu eða fleiri löndum og yfirráðasvæðum Hollands (Arúba, Curaçao, Sankti Martin, Bonaire, Sankti Estatíusey og Saba),
- ríkisborgarar þriðju ríkja sem eru handhafar gildrar vegabréfsáritunar til aðildarríkis, sem tekur ekki þátt í samþykkt reglugerðar (ESB) nr. 1155/2019 um vegabréfsáritanir, eða aðildarríkis sem beitir Schengen-réttarreglunum ekki að fullu enn sem komið er, eða til Kanada, Japans eða Bandaríkjanna, eða handhafar gildrar vegabréfsáritunar til eins eða fleiri af löndum Hollands (Arúba, Curaçao, Sankti Martin, Bonaire, Sankti Estatíuseyjar og Saba) þegar þeir ferðast til útgáfulandsins eða einhvers annars þriðja ríkis eða þegar þeir eru á heimleið frá útgáfulandinu eftir að hafa notað vegabréfsáritunina,
- aðstandendur íslenskra ríkisborgara eða EES- eða EFTA-útlendinga, eins og um getur í 2. mgr. 1. gr.,
- handhafar diplómatískra vegabréfa,
- flugliðar sem eru ríkisborgarar samningsaðila að Chicago-samþykktinni um alþjóðlegt almenningsflug.
III. HLUTI Verklagsreglur og skilyrði fyrir útgáfu vegabréfsáritana.
I. KAFLI Yfirvöld sem koma að umsóknarferlinu.
4. gr. Lögbær yfirvöld sem koma að umsóknarferlinu.
Utanríkisráðuneytið og sendiskrifstofur Íslands og annarra aðildarríkja, í samræmi við ákvörðun utanríkisráðuneytisins eða samninga þess við önnur aðildarríki um fyrirsvar á hverjum tíma, sbr. 8. gr. taka við og vinna umsóknir og veita vegabréfsáritanir. Að öðru leyti tekur Útlendingastofnun ákvörðun um umsóknir.
Utanríkisráðuneytið og Útlendingastofnun skulu tryggja að starfsmenn þess búi yfir nægri þekkingu á staðháttum landsins þar sem umsóknin er lögð fram til að geta metið áhættu vegna straums innflytjenda og öryggismála, auk nægrar kunnáttu í tungumálinu til að geta greint skjöl, og að sendiskrifstofurnar taki þátt, ef nauðsyn krefur, í því að annast viðbótarkannanir og viðtöl.
Þrátt fyrir 1. mgr. getur meðferð umsókna og ákvarðanataka varðandi þær farið fram á ytri landamærum hjá yfirvöldum sem bera ábyrgð á eftirliti með einstaklingum í samræmi við 36. og 37. gr.
Útlendingastofnun er jafnframt heimilt að veita eða fela fyrirsvarsríki að veita vegabréfsáritun í allt að 90 daga til dvalar á grundvelli dvalar- og/eða atvinnuleyfis, sem liggur fyrir þegar vegabréfsáritunin er veitt og skal þá beita ákvæðum reglugerðar þessarar eftir því sem við á. Slík vegabréfsáritun verður veitt fyrir eina komu og heimilar hún för innan Schengen-svæðisins nema annað sé tekið fram í vegabréfsárituninni sjálfri.
Aðildarríki getur farið fram á að annað aðildarríki hafi samráð við það eða sendi því tilkynningar í samræmi við 22. og 32. gr.
5. gr. Meðferð umsóknar og ákvörðun um hana.
Íslensk stjórnvöld eru bær til að annast meðferð umsóknar um samræmda vegabréfsáritun og taka ákvörðun um hana í eftirtöldum tilvikum:
- ef ferðinni eða ferðunum er eingöngu heitið hingað til lands,
- ef Ísland telst vera aðalákvörðunarstaður ferðarinnar eða ferðanna, með tilliti til dvalartíma í dögum talið eða tilgangs dvalarinnar, þótt ferðast sé til fleiri en eins ákvörðunarstaðar eða um er að ræða fleiri en eina ferð innan tveggja mánaða tímabils eða
- ef Ísland er það aðildarríki þar sem umsækjandi hyggst fara yfir ytri landamæri til að komast inn á yfirráðasvæði aðildarríkjanna og ekki er unnt að ákvarða aðalákvörðunarstað.
Íslensk stjórnvöld eru bær til að annast meðferð umsóknar um samræmda vegabréfsáritun til gegnumferðar og taka ákvörðun um hana ef:
- einungis er um að ræða gegnumferð um Ísland, eða
- umsækjandi hyggst fara yfir ytri landamæri Íslands til þess að hefja gegnumferð um fleiri en eitt aðildarríki.
Íslensk stjórnvöld eru bær til að annast meðferð umsóknar um vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn og taka ákvörðun um hana ef:
- einungis er um að ræða gegnumferð um íslenska flughöfn, eða
- íslensk flughöfn er fyrsta flughöfnin, sem farið er í gegnum, ef um er að ræða gegnumferð um tvær eða fleiri flughafnir aðildarríkjanna.
Íslensk stjórnvöld skulu í samstarfi við önnur aðildarríki hafa með sér samstarf til að koma í veg fyrir aðstæður þar sem ekki er hægt að taka umsókn til meðferðar og taka ákvörðun um hana vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa hvorki viðveru né fyrirsvar í þriðja ríkinu þar sem umsækjandi leggur fram umsókn í samræmi við 6. gr.
6. gr. Lögsaga sendiskrifstofa.
Séu íslensk stjórnvöld bær til þess að taka umsókn til meðferðar og ákvörðunar skal íslensk sendiskrifstofa sem staðsett er eða er með landið þar sem umsækjandi hefur löglega búsetu, í umdæmi sínu, taka umsókn til meðferðar og taka ákvörðun um hana, nema öðru aðildarríki hafi verið falið fyrirsvar í samræmi við 8. gr.
Hið sama gildir um umsókn ríkisborgara þriðja ríkis, sem dvelur löglega þar sem íslensk sendiskrifstofa, sem annast vegabréfsáritanaútgáfu, er staðsett en hefur ekki búsetu þar, ef viðkomandi getur fært fullnægjandi rök fyrir því að leggja umsóknina fram hjá þeirri sendiskrifstofu.
7. gr. Aðili sem er bær til að gefa út vegabréfsáritanir til ríkisborgara þriðju ríkja sem dvelja löglega á yfirráðasvæði aðildarríkis.
Ríkisborgarar þriðju ríkja, sem dvelja löglega á yfirráðasvæði aðildarríkis og er skylt að hafa vegabréfsáritun til að koma inn á yfirráðasvæði eins eða fleiri aðildarríkja, skulu sækja um vegabréfsáritun á sendiskrifstofu Íslands, sé Ísland bært til þess að taka umsóknina til meðferðar skv. 5. gr., eða annars aðildarríkis sem falið hefur verið fyrirsvar fyrir Íslands hönd, samkvæmt 1. mgr. 4. gr.
8. gr. Samkomulag um fyrirsvar.
Utanríkisráðuneytið getur fallist á að veita öðru aðildarríki, sem telst vera lögbært til samræmis við 5. gr., fyrirsvar að því er varðar meðferð umsókna og ákvörðunartöku um þær fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Utanríkisráðuneytinu er einnig heimilt að veita öðru aðildarríki fyrirsvar er takmarkist við viðtöku umsókna og skráningu lífkenna eingöngu.
Þegar um er að ræða takmarkað fyrirsvar, í samræmi við annan málslið 1. mgr., skal við viðtöku gagna og sendingu þeirra til aðildarríkisins, sem nýtur fyrirsvars, fara að viðeigandi persónuverndar- og öryggisreglum.
Utanríkisráðuneytið og aðildarríkið sem nýtur fyrirsvars skulu gera með sér tvíhliða samkomulag sem hefur að geyma eftirfarandi atriði:
- í því skal tilgreina í hversu langan tíma fyrirsvar skuli veitt, ef um tímabundið fyrirkomulag er að ræða, og verklagsreglur við uppsögn þess,
- í því má kveða á um að aðildarríkið, sem nýtur fyrirsvars, leggi til húsnæði, starfsfólk og annist greiðslur, einkum ef aðildarríkið sem nýtur fyrirsvars hefur sendiskrifstofu í viðkomandi þriðja ríki.
Hafi íslensk stjórnvöld ekki sendiskrifstofu í þriðja ríki, skal kappkosta að koma á samkomulagi um fyrirsvar við aðildarríki sem hafa sendiskrifstofur í því ríki.
Til að tryggja að umsækjendur þurfi ekki að hafa óhóflega mikið fyrir því að hafa aðgang að sendiskrifstofu vegna lélegra samgangna eða langra vegalengda á tilteknu landsvæði eða í tilteknum heimshluta, skulu íslensk stjórnvöld, sem ekki hafa eigin sendiskrifstofu á því svæði eða í þeim heimshluta, kappkosta að koma á samkomulagi um fyrirsvar við aðildarríki sem hafa sendiskrifstofu þar.
Hafi íslensk stjórnvöld hvorki viðveru né fyrirsvar í þriðja ríki þar sem umsækjandi hyggst leggja fram umsókn skal það leita eftir samstarfi við utanaðkomandi þjónustuaðila í því þriðja ríki, til samræmis við 38. gr.
Veiti sendiskrifstofa Íslands fyrirsvar fyrir annað aðildarríki skal tilkynna bæði sendiskrifstofum annarra aðildarríkja og sendinefnd framkvæmdastjórnarinnar innan viðkomandi lögsögu um samkomulag um fyrirsvar eða uppsögn slíks samkomulags áður en samkomulagið eða uppsögnin tekur gildi.
Ákveði sendiskrifstofa Íslands, þegar hún veitir fyrirsvar fyrir annað aðildarríki, að taka upp samstarf við utanaðkomandi þjónustuaðila, í samræmi við 43. gr. reglugerðar (EB) nr. 810/2009, eða viðurkennt fyrirtæki sem starfar sem milliliður, eins og kveðið er á um í 45. gr. þeirrar relugerðar, skal slíkt samstarf einnig taka til umsókna sem heyra undir samkomulagið um fyrirsvar. Miðlægum yfirvöldum aðildarríkisins, sem nýtur fyrirsvars, skal tilkynnt fyrir fram um skilmála slíks samstarfs.
Ef sendiskrifstofa íslenskra stjórnvalda á tilteknum stað verður fyrir langvarandi óviðráðanlegum, tæknilegum atvikum skal fara þess á leit við annað aðildarríki að veita því tímabundið fyrirsvar á þeim stað fyrir alla eða suma hópa umsækjenda.
II. KAFLI Umsókn.
9. gr. Hagnýt atriði varðandi framlagningu umsókna.
Ekki má leggja fram umsókn fyrr en sex mánuðum, og í tilviki sjómanna við störf ekki fyrr en níu mánuðum, fyrir upphaf áætlaðrar ferðar og, að jafnaði ekki seinna en 15 almanaksdögum fyrir upphaf áætlaðar ferðar. Í einstökum rökstuddum bráðatilvikum getur sendiskrifstofa eða miðlægu yfirvöldin heimilað að lagðar séu fram umsóknir seinna en 15 almanaksdögum fyrir upphaf áætlaðrar ferðar. Heimilt er að gera kröfu um að umsækjendur panti tíma til að leggja fram umsókn. Tímabókun skal, almennt, veitt innan tveggja vikna frá þeim degi sem hún var pöntuð.
Í bráðatilvikum getur sendiskrifstofa heimilað umsækjendum að leggja fram umsóknir sínar, annaðhvort án þess að mæta í viðtal eða með því að gefa þeim viðtalstíma þegar í stað.
Með fyrirvara um 13. gr. er eftirtöldum heimilt að leggja fram umsóknir:
- umsækjanda,
- viðurkenndu fyrirtæki sem starfar sem milliliður,
- samtökum eða stofnun á sviði faggreina, menningarmála, íþróttamála eða menntamála fyrir hönd félagsmanna sinna.
Umsækjandi skal ekki þurfa að mæta í eigin persónu á fleiri en einn stað til að leggja fram umsókn.
10. gr. Almennar reglur um framlagningu umsóknar.
Umsækjendur skulu mæta í eigin persónu þegar þeir leggja fram umsókn til að láta taka af sér fingraför í samræmi við 2. og. 3. mgr. 13. gr. og b-lið 7. mgr. 13. gr. Með fyrirvara um fyrsta málslið þessarar málsgreinar og 45. gr. reglugerðar (EB) nr. 810/2009 um vegabréfsáritanir, mega umsækjendur leggja fram umsóknir sínar rafrænt, þar sem gefinn er kostur á því. Þegar umsækjandi leggur fram umsókn skal hann:
- leggja fram umsókn í samræmi við 11. gr.,
- framvísa ferðaskilríkjum í samræmi við 12. gr.,
- leggja fram ljósmynd í samræmi við staðla sem settir eru í 13. gr. þessarar reglugerðar,
- heimila að fingraför hans séu tekin í samræmi við 13. gr., ef við á,
- greiða gjald fyrir afgreiðslu umsóknar um vegabréfsáritun í samræmi við 16. gr.,
- leggja fram fylgiskjöl í samræmi við 14. gr. og viðauka 2,
- leggja fram, þar sem við á, sönnun um viðeigandi og gilda ferðasjúkratryggingu í samræmi við 15. gr.
11. gr. Umsóknareyðublað.
Sérhver umsækjandi skal leggja fram umsóknareyðublað, sem fylla má út handvirkt eða rafrænt, í samræmi við fyrirmyndina viðauka 1. Undirrita skal umsóknareyðublaðið. Skrifa má undir umsóknareyðublaðið eigin hendi eða undirrita það rafrænt ef rafræn undirskrift er viðurkennd af aðildarríkinu sem er til þess bært að annast meðferð umsóknar og taka ákvörðun um hana. Einstaklingar, sem skráðir eru í ferðaskilríki umsækjanda, skulu leggja fram sérstakt umsóknareyðublað. Börn undir lögaldri skulu leggja fram umsókn með undirritun þess sem fer með varanlega eða tímabundna forsjá þeirra eða lögráðamanns.
Undirriti umsækjandi umsóknareyðublaðið rafrænt skal rafræna undirskriftin vera fullgild rafræn undirskrift., sbr. 12. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar (ESB) nr. 910/2014. Innihald rafrænnar útgáfu umsóknareyðublaðsins, ef við á, skal vera eins og sett er fram í viðauka 1.
Sendiskrifstofur skulu sjá til þess að umsækjendur geti nálgast umsóknareyðublaðið víða og á auðveldan hátt, án endurgjalds.
Eyðublaðið skal vera til á eftirfarandi tungumálum:
- íslensku eða opinberu tungumáli eða -málum aðildarríkisins sem veitir fyrirsvar og
- opinberu tungumáli eða -málum gistilandsins,
Auk tungumálsins eða tungumálanna, sem um getur í a-lið, má eyðublaðið vera á öðru opinberu tungumáli eða tungumálum meginstofnana Sambandsins.
Ef opinbert eða opinber tungumál gistilandsins eru ekki hluti af eyðublaðinu skal láta umsækjendum sérstaklega í té þýðingu yfir á það/þau tungumál.
Sendiskrifstofan skal láta umsækjendur vita hvaða tungumál, eitt eða fleiri, er heimilt að nota til að fylla út umsóknareyðublaðið.
12. gr. Ferðaskilríki.
Umsækjandi skal framvísa gildum ferðaskilríkjum sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- þau skulu gilda í a.m.k. þrjá mánuði eftir fyrirhugaðan brottfarardag frá yfirráðasvæði aðildarríkjanna eða, ef um er að ræða nokkrar heimsóknir, eftir síðasta fyrirhugaða brottfarardag frá yfirráðasvæði aðildarríkjanna. Í neyðartilvikum er þó heimilt að falla frá þessu skilyrði,
- í þeim skulu vera a.m.k. tvær auðar síður,
- ekki skulu vera liðin fleiri en 10 ár frá útgáfu þeirra.
13. gr. Lífkenni.
Safna skal lífkennum umsækjanda, þ. á m. ljósmynd og fingraförum af öllum tíu fingrum, í samræmi við verndarráðstafanirnar sem mælt er fyrir um í Evrópuráðssamningi um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins þannig að umsækjandi haldi virðingu sinni þótt erfiðleikar þessu samfara komi upp.
Umsækjanda er skylt að mæta í eigin persónu þegar umsókn er lögð fram í fyrsta sinn. Þá skal eftirfarandi lífkennum umsækjanda safnað:
- ljósmynd, skönnuð eða tekin þegar sótt er um og
- fingraförum allra tíu fingra, tekin af flötum fingrum og safnað á stafrænu formi.
Ef fingraför, sem tekin voru af umsækjanda vegna fyrri umsóknar, voru færð inn í upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir í fyrsta skipti innan við 59 mánuðum áður en ný umsókn er lögð fram, skulu þau afrituð fyrir næstu umsókn. Leiki þó verulegur vafi á því hver umsækjandi er skal sendiskrifstofan taka af honum fingraför innan frestsins sem tilgreindur er í fyrsta málslið. Þegar umsækjandi leggur fram umsókn getur hann enn fremur beðið um að fingraför séu tekin af honum ef ekki er unnt að staðfesta þegar í stað að þau hafi verið tekin innan þess tímabils sem tilgreint er í fyrsta málslið.
Ljósmyndin, sem fest er við hverja umsókn, skal færð inn í upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir. Umsækjanda er ekki skylt að mæta í eigin persónu til þess. Tæknilegar kröfur vegna ljósmyndarinnar skulu vera í samræmi við alþjóðlega staðla eins og segir í 1. hluta skjals 9303 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni, 6. útg.
Taka fingrafara skal fara fram í samræmi við staðla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar og ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2006/648/EB frá 22. september 2006 um tækniforskriftir fyrir staðla um lífkennaþætti er tengjast þróun upplýsingakerfisins um vegabréfsáritanir.
Hæft starfsfólk lögbærra yfirvalda, skv. 1., 2. og 3. mgr. 4. gr., sem til þess hefur tilskilda heimild, skal annast söfnun lífkenna. Einnig er heimilt að hæft starfsfólk kjörræðismanns eða utanaðkomandi þjónustuaðila, eins og um getur í 38. gr., sem hefur til þess tilskilda heimild, safni lífkennum undir eftirliti sendiskrifstofa. Ef um einhvern vafa er að ræða skal hlutaðeigandi aðildarríki, eitt eða fleiri, sjá til þess að unnt sé að sannprófa á sendiskrifstofunni fingraför sem hinn utanaðkomandi þjónustuaðili tók.
Eftirtaldir umsækjendur skulu undanþegnir þeirri kvöð að láta taka fingraför sín:
- börn undir 12 ára aldri,
- einstaklingar sem ekki er hægt að taka fingraför af vegna líkamlegra orsaka. Ef hægt er að taka fingraför af færri fingrum en tíu skal taka fingraför af eins mörgum fingrum og unnt er. Sé um tímabundið ástand að ræða skal umsækjanda hins vegar skylt að láta taka af sér fingraför við næstu umsókn. Heimilt er að óska eftir nánari skýringu á því hvað valdi þessu tímabundna ástandi,
- ríkisleiðtogar eða ríkisstjórnarleiðtogar og ráðherrar í ríkisstjórn, ásamt mökum sem fylgja þeim, og fulltrúar í opinberum sendinefndum þeirra þegar um er að ræða opinberar heimsóknir í boði ríkisstjórnar aðildarríkis eða alþjóðastofnunar,
- þjóðhöfðingjar og aðrir háttsettir meðlimir konungsfjölskyldna, í opinberum heimsóknum í boði ríkisstjórnar aðildarríkis eða alþjóðastofnunar.
Í þeim tilvikum, sem um getur í 7. mgr., skal setja inn færsluna "á ekki við" í upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir.
14. gr. Fylgiskjöl.
Þegar sótt er um samræmda vegabréfsáritun skal umsækjandi framvísa:
- skjölum sem gefa til kynna tilgang ferðar,
- skjölum er varða gistingu eða sönnun á að hann hafi nægt fé til að greiða fyrir gistingu,
- skjölum sem gefa til kynna að hann hafi nægt fé sér til framfærslu, bæði meðan á fyrirhugaðri dvöl stendur og til þess að snúa aftur til uppruna- eða búsetulands síns eða til gegnumferðar um þriðja ríki, sem víst þykir að honum verði hleypt inn í, eða að hann sé í aðstöðu til að útvega sér slíkt fé á lögmætan hátt í samræmi við e-lið 1. mgr. og 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 866/2017 um för yfir landamæri,
- upplýsingum sem gera kleift að meta ásetning umsækjanda um að fara frá yfirráðasvæði aðildarríkjanna áður en vegabréfsáritunin, sem sótt er um, rennur út.
Þegar sótt er um vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn skal umsækjandi framvísa:
- skjölum varðandi áframhaldandi för til lokaákvörðunarstaðar eftir fyrirhugaða gegnumferð um flughöfn,
- upplýsingum sem gera kleift að meta ásetning hans um að fara ekki inn á yfirráðasvæði aðildarríkjanna.
Til að kanna hvort skilyrðum sem talin eru upp í 1. og 2. mgr. er fullnægt, er yfirvöldum sem hafa umsókn um vegabréfsáritun til meðferðar heimilt að óska eftir gögnum sem talin eru upp í skrá í viðauka 2, sem eru ekki tæmandi talin. Yfirvaldinu er jafnframt heimilt að óska eftir öðrum gögnum ef þurfa þykir. Heimilt er að krefjast þess að umsækjandi færi sönnur á að einhver ábyrgist framfærslu hans og/eða gistingu hans í heimahúsi með því að fylla út eyðublað þar sem einkum skal koma fram:
- hvort með því sé ætlað að færa sönnur á að einhver ábyrgist framfærslu viðkomandi eða að hann hafi gistingu í heimahúsi eða hvoru tveggja,
- hvort sá sem ábyrgist framfærslu viðkomandi eða býður honum sé einstaklingur, fyrirtæki eða stofnun,
- deili á þeim sem ábyrgist framfærslu viðkomandi eða býður honum og upplýsingar um hvernig unnt er að ná sambandi við hann,
- kenninafn, eiginnafn, fæðingardagur, fæðingarár, fæðingarstaður og þjóðerni umsækjandans eða umsækjendanna,
- heimilisfangið þar sem gist er,
- dvalartími og tilgangur dvalar,
- ættartengsl við þann sem ábyrgist framfærslu viðkomandi eða býður honum, ef einhver eru,
- tilskildar upplýsingar skv. 1. mgr. 37. gr. reglugerðar um VIS-upplýsingakerfið (EB) nr. 767/2008.
Auk opinbers tungumáls eða -mála aðildarríkisins skal eyðublaðið vera á a.m.k. einu öðru opinberu tungumáli meginstofnana Evrópusambandsins. Útlendingastofnun skal senda framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eintak af eyðublaðinu.
Sendiskrifstofur skulu, innan ramma staðbundins Schengen-samstarfs, meta framkvæmd skilyrðanna sem mælt er fyrir um í 1. mgr., með hliðsjón af aðstæðum á hverjum stað og af áhættu vegna straums innflytjenda og öryggisáhættu.
Sendiskrifstofur eða miðlæg yfirvöld geta veitt undanþágu frá einni eða fleiri kröfum 1. mgr. ef þær þekkja umsækjanda að ráðvendni og áreiðanleika, einkum af löglegri notkun fyrri vegabréfsáritana, og ef enginn vafi leikur á því að hann muni uppfylla kröfur 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 866/2017 um för yfir landamæri, þegar farið er yfir ytri landamæri aðildarríkjanna.
15. gr. Ferðasjúkratrygging.
Umsækjendur um samræmda vegabréfsáritun til einnar komu eða tveggja skulu sýna fram á að þeir séu handhafar viðeigandi og gildrar ferðasjúkratryggingar til að mæta hvers konar kostnaði sem kann að falla til í tengslum við heimsendingu af læknisfræðilegum ástæðum, brýna læknismeðferð og/eða meðferð á sjúkrahúsi í neyðartilvikum eða við andlát meðan á dvöl þeirra stendur á yfirráðasvæði aðildarríkjanna.
Umsækjendur um vegabréfsáritun sem gildir fyrir margar komur skulu sýna fram á að þeir séu handhafar viðeigandi og gildrar ferðasjúkratryggingar sem tekur til tímabils fyrstu fyrirhugaðrar ferðar þeirra. Að auki skulu slíkir umsækjendur skrifa undir yfirlýsingu, sem er að finna á umsóknareyðublaðinu, um að þeim sé kunnugt um nauðsyn þess að hafa ferðasjúkratryggingu fyrir síðari dvöl, eina eða fleiri.
Tryggingin skal gilda á öllu yfirráðasvæði aðildarríkjanna og taka til alls fyrirhugaðs dvalar- eða gegnumferðartímabils hlutaðeigandi. Lágmarkstryggingavernd skal vera í samræmi við þá tryggingavernd sem krafist er í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 810/2009 um Bandalagsreglur um vegabréfsáritanir.
Þegar gefin er út vegabréfsáritun með takmarkað gildissvæði sem gildir fyrir fleiri en eitt aðildarríki skal tryggingaverndin a.m.k. gilda í hlutaðeigandi aðildarríkjum.
Umsækjendur skulu að jafnaði tryggja sig í því ríki þar sem þeir eru búsettir. Ef ekki er unnt að koma því við skulu þeir reyna að fá tryggingu í öðru ríki. Ef annar einstaklingur kaupir tryggingu í nafni umsækjanda gilda skilyrði 3. mgr.
Þegar meta á hvort tryggingavernd er viðunandi skulu sendiskrifstofurnar kanna hvort kröfur á hendur tryggingafélaginu fáist greiddar í aðildarríki.
Heimilt er að líta svo á að kröfunni um tryggingu sé fullnægt ef staðfest hefur verið að starf umsækjandans veiti honum næga tryggingavernd. Tilteknar starfsstéttir geta verið undanþegnar því að þurfa að leggja fram sönnun fyrir ferðasjúkratryggingu, s.s. sjómenn, sem þegar njóta ferðasjúkratryggingar í tengslum við störf sín.
Handhafar diplómatískra vegabréfa skulu njóta undanþágu frá kröfunni um ferðasjúkratryggingu.
16. gr. Gjald fyrir vegabréfsáritun.
Umsækjendur skulu greiða gjald fyrir afgreiðslu umsóknar um vegabréfsáritun, sbr. 5.-9. tölul. 14. gr. laga nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs.
Börn á aldrinum sex til tólf ára skulu greiða lægra gjald en þeir sem eldri eru.
Umsækjendur, sem falla undir einn af eftirfarandi flokkum, skulu undanþegnir gjaldi fyrir vegabréfsáritanir:
- börn undir sex ára aldri,
- nemendur, háskólanemar, háskólanemar í framhaldsnámi og kennarar til fylgdar, sem fara til dvalar í því skyni að stunda nám eða sækja sér starfsþjálfun,
- rannsóknarmenn, eins og þeir eru skilgreindir í 2. lið 3. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/801 sem ferðast í því skyni að stunda vísindarannsóknir eða taka þátt í málstofu eða ráðstefnu á sviði vísinda og
- fulltrúar stofnana sem eru ekki reknar í hagnaðarskyni, 25 ára eða yngri, sem taka þátt í málstofum, ráðstefnum, íþrótta-, menningar- eða fræðsluviðburðum sem eru skipulagðir af stofnunum, sem eru ekki reknar í hagnaðarskyni.
Heimilt er að undanþiggja eftirtaldahandhafa aðiladiplómatískra vegabréfa og þjónustuvegabréfa gjaldi fyrir afgreiðslu umsóknar um vegabréfsáritun:.
börn á aldrinum sex til átján ára,handhafa diplómatískra vegabréfa og þjónustuvegabréfa,þátttakendur, 25 ára eða yngri, í málstofum, ráðstefnum, íþrótta-, menningar- eða fræðsluviðburðum sem eru skipulagðir af stofnunum sem eru ekki reknar í hagnaðarskyni.
Heimilt er að falla frá gjaldi fyrir vegabréfsáritanir, eða lækka í einstökum tilvikum, þegar sú ráðstöfun miðar að því að efla veg menningar eða íþrótta, þjónar hagsmunum sem varða utanríkis- eða þróunarmál eða öðrum mikilvægum almannahagsmunum, af mannúðarástæðum eða vegna alþjóðlegra skuldbindinga.
Gjald fyrir vegabréfsáritanir er óendurkræft, nema í þeim tilvikum sem um getur í 2. mgr. 18. gr. og 4. mgr. 19. gr.
Umsækjandi skal fá kvittun fyrir greiðslu gjalds fyrir vegabréfsáritun.
Útlendingastofnun er heimilt að setja nánari reglur um undanþágur samkvæmt 4. og 5. mgr.
17. gr. Þjónustugjald.
Utanaðkomandi þjónustuaðila, sem um getur í 38. gr., er heimilt að taka þjónustugjald.
Þjónustugjaldið skal ekki vera hærra en hálft gjald fyrir vegabréfsáritun, án tillits til hugsanlegrar lækkunar á eða undanþágu frá gjaldi fyrir vegabréfsáritun sem um getur í 2., 3., 4., og 5. mgr. 16. gr.
Þrátt fyrir 2. mgr. skal þjónustugjaldið að jafnaði ekki vera hærra en 80 evrur í þriðju ríkjum þar sem Ísland hefur ekki sendiskrifstofu sem tekur á móti umsóknum og annað aðildarríki fer ekki með fyrirsvar fyrir landið.
Við sérstakar aðstæður, þegar fjárhæðin sem um getur í 3. mgr. nægir ekki til að veita fulla þjónustu, er heimilt að taka hærra þjónustugjald sem skal þó ekki vera hærra en 120 evrur.
Umsækjendum skal jafnframt gefast kostur á að leggja fram umsóknir beint hjá sendiskrifstofu eða hjá sendiskrifstofu aðildarríkis sem utanríkisráðuneytið hefur gert samkomulag um fyrirsvar við í samræmi við 8. gr.
III. KAFLI Meðferð umsóknar og ákvörðun um umsókn.
18. gr. Gengið úr skugga um hvaða sendiskrifstofa er þar til bær sendiskrifstofa.
Þegar umsókn hefur verið lögð fram skal sendiskrifstofan ganga úr skugga um hvort hún sé til þess bær að taka hana til meðferðar og taka ákvörðun um hana í samræmi við 5. og 6. gr.
Sé sendiskrifstofan ekki til þess bær skal hún, án tafar vísa umsókn frá og endursenda umsóknina og hver þau gögn sem umsækjandi hefur lagt fram, endurgreiða honum umsóknargjaldið og tilkynna honum hvaða sendiskrifstofa sé bær til að taka hana til meðferðar.
19. gr. Kannað hvort umsóknir séu tækar.
Þar til bær sendiskrifstofa eða miðlæg yfirvöld skulu kanna:
- hvort umsóknin var lögð fram innan þess tímabils sem um getur í 1. mgr. 9. gr.,
- hvort umsóknin hefur að geyma þau atriði sem um getur í a- til c-lið 1. mgr. 10. gr.,
- hvort lífkennum umsækjanda hefur verið safnað og
- hvort gjald fyrir afgreiðslu vegabréfsáritunar hefur verið greitt.
Séu skilyrði 1. mgr. uppfyllt telst umsóknin vera tæk og skal sendiskrifstofan eða miðlægu yfirvöldin þá taka umsóknina til meðferðar og fylgja verklagsreglum sem fram koma í 8. gr. reglugerðar (EB) nr. 767/2008 um VIS-upplýsingakerfið.
Gögn skulu eingöngu færð inn í VIS-upplýsingakerfið af starfsmönnum með tilskilda heimild skv. 1. mgr. 6. gr, 7. gr. og 5. og 6. mgr. 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 767/2008 um VIS-upplýsingakerfið.
Teljist skilyrði 1. mgr. ekki uppfyllt telst umsóknin ekki tæk og skal þá sendiskrifstofan eða miðlægu yfirvöldin tafarlaust:
- vísa umsókn frá,
- endursenda umsóknina og hver þau gögn sem umsækjandi hefur lagt fram,
- eyða lífkennum sem safnað hefur verið,
- endurgreiða umsóknargjaldið.
Þrátt fyrir að umsókn uppfylli ekki skilyrðin, sem um getur í 1. mgr., getur hún talist tæk af mannúðarástæðum, af ástæðum er varða þjóðarhagsmuni eða vegna alþjóðlegra skuldbindinga.
20. gr. Stimpill sem gefur til kynna að umsókn sé tæk.
Ef umsókn telst tæk skal þar til bær sendiskrifstofa stimpla ferðaskilríki umsækjandans. Stimpillinn skal vera í samræmi við fyrirmyndina í viðauka 3 og hann skal nota í samræmi við ákvæði þess viðauka.
Ekki skal stimpla í diplómatísk vegabréf, þjónustu-/embættisvegabréf og sérstök vegabréf.
Ákvæði þessarar greinar skulu gilda fram að þeim degi er upplýsingakerfið um vegabréfsáritanir verður tekið í fulla notkun á öllum svæðum.
21. gr. Könnun á því hvort komuskilyrði séu uppfyllt og áhættumat.
Við meðferð umsóknar um samræmda vegabréfsáritun skal kanna hvort umsækjandi uppfylli skilyrðin fyrir komu, sem sett eru fram í a-, c-, d- og e-lið 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 866/2017 um för yfir landamæri, með sérstakri áherslu á mat á því hvort hætta sé á að umsækjandinn muni gerast ólöglegur innflytjandi eða hvort hann teljist vera ógnun við öryggi aðildarríkjanna og hvort hætta sé á að hann dvelji lengur á yfirráðasvæði aðildarríkjanna en honum er heimilt.
Í tengslum við sérhverja umsókn skal fletta upp í:
- upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir og
- komu- og brottfararkerfinu.
Þegar kannað er hvort umsækjandi uppfyllir komuskilyrði skal sendiskrifstofan eða miðlæg yfirvöld sannprófa:
- að ferðaskilríkin, sem framvísað er, séu ekki grunnfölsuð, breytifölsuð eða fölsuð á annan hátt,
- rök umsækjanda fyrir tilgangi og skilyrðum fyrirhugaðrar dvalar, og að hann hafi nægt fé sér til framfærslu, bæði meðan á fyrirhugaðri dvöl stendur og til þess að snúa aftur til uppruna- eða búsetulands síns eða til gegnumferðar um þriðja ríki, sem víst þykir að honum verði hleypt inn í, eða að hann sé í aðstöðu til að útvega sér slíkt fé á lögmætan hátt,
- að umsækjandi sé ekki á skrá í Schengen-upplýsingakerfinu (SIS) yfir óæskilega einstaklinga sem synja á um komu,
- að umsækjandi teljist ekki vera ógnun við allsherjarreglu, þjóðaröryggi eða almannaheilsu, eins og það er skilgreint í 21. tölul. 3. gr. reglugerðar nr. 866/2017 um för yfir landamæri, eða við alþjóðasamskipti við eitthvert aðildarríkjanna, einkum ef hann er ekki á skrá í landsbundnum gagnagrunnum aðildarríkjanna yfir óæskilega einstaklinga sem synja á um komu af sömu ástæðum,
- að umsækjandi hafi fullnægjandi og gilda ferðasjúkratryggingu, þar sem við á, sem tekur til tímabils fyrirhugaðrar dvalar eða, ef sótt er um vegabréfsáritun sem gildir fyrir margar komur, til tímabils fyrstu fyrirhugaðrar ferðar.
Þar sem við á, skal kanna lengd fyrri og fyrirhugaðra dvalartímabila til að sannprófa að umsækjandi hafi ekki farið yfir hámarkslengd heimilaðrar dvalar á yfirráðasvæði aðildarríkjanna, án tillits til dvalartímabila sem kann að hafa verið heimiluð samkvæmt landsbundinni vegabréfsáritun til langrar dvalar eða dvalarleyfi sem annað aðildarríki gefur út.
Framfærslukostnaður vegna fyrirhugaðrar dvalar skal metinn í samræmi við lengd og tilgang ferðarinnar og með tilvísun til meðalverðs í hlutaðeigandi aðildarríki eða -ríkjum, miðað við ódýra gistingu og fæði, margfaldað með fjölda daga sem dvalist er, á grundvelli viðmiðunarfjárhæða sem aðildarríkin ákveða í samræmi við c-lið 1. mgr. 39. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/399 um för yfir landamæri. Sönnun fyrir því að einhver ábyrgist framfærslu umsækjanda og/eða gistingu hans í heimahúsi getur einnig talist sönnun á nægu framfærslufé við heildarmat á umsókn um vegabréfsáritun.
Við meðferð umsóknar um vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn skal einkum sannprófa:
- að ferðaskilríkin, sem framvísað er, séu ekki grunnfölsuð, breytifölsuð eða fölsuð á annan hátt,
- brottfarar- og ákvörðunarstað hlutaðeigandi ríkisborgara þriðja ríkis og hvort gegnumferðin um flughöfn samræmist fyrirhugaðri ferðaleið,
- sönnun um áframhaldandi för til lokaákvörðunarstaðar.
Meðferð umsóknar skal einkum byggjast á að skjöl, sem lögð eru fram, séu bæði ósvikin og áreiðanleg og á sannleiksgildi og áreiðanleika framburðar umsækjanda.
Meðan á meðferð umsóknar stendur er sendiskrifstofum eða miðlægu yfirvöldunum heimilt, þegar ástæða þykir til, að taka viðtal við umsækjanda og fara fram á að hann leggi fram viðbótargögn.
Þótt áður hafi verið synjað um vegabréfsáritun skal það ekki leiða til þess að nýrri umsókn verði synjað sjálfkrafa. Ný umsókn skal metin á grundvelli allra fyrirliggjandi upplýsinga.
22. gr. Fyrirframsamráð við miðlæg stjórnvöld annarra aðildarríkja.
Á grundvelli ógnar við allsherjarreglu, þjóðaröryggi, alþjóðasamskipti eða lýðheilsu getur aðildarríki farið fram á að miðlæg yfirvöld annarra aðildarríkja hafi samráð við miðlæg yfirvöld þess við meðferð umsókna frá ríkisborgurum tiltekinna þriðju ríkja eða tiltekinna hópa þeirra. Slíkt samráð á ekki við þegar um er að ræða umsóknir um vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn. Útlendingastofnun er miðlægt stjórnvald og fer með samráð við önnur aðildarríki á grundvelli þessarar greinar.
Miðlægu yfirvöldin, sem samráð er haft við, skulu gefa endanlegt svar eins fljótt og hægt er og eigi síðar en sjö almanaksdögum eftir að samráðs er leitað. Berist svar ekki innan þess frests skal litið svo á að þau mæli ekki gegn því að vegabréfsáritun verði gefin út.
23. gr. Ákvörðun um umsókn.
Taka skal ákvörðun um umsókn innan 15 almanaksdaga frá þeim degi sem umsókn, sem telst tæk skv. 19. gr., er lögð fram.
Í einstaka tilvikum er heimilt að lengja það tímabil í allt að 45 almanaksdaga að hámarki, einkum þegar frekari athugunar á umsókn er þörf. Í einstökum rökstuddum bráðatilvikum er heimilt að taka ákvörðun um umsóknir tafarlaust.
Hafi umsókn ekki verið dregin til baka skal tekin ákvörðun um að:
- gefa út samræmda vegabréfsáritun í samræmi við 24. gr.,
- gefa út vegabréfsáritun með takmarkað gildissvæði í samræmi við 25. gr.,
- gefa út vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn í samræmi við 27. gr. eða
- synja um vegabréfsáritun í samræmi við 33. gr.
Þótt ekki sé hægt að taka fingraför af umsækjanda af líkamlegum orsökum, í samræmi við b-lið 7. mgr. 13. gr., hefur það ekki áhrif á hvort vegabréfsáritun er veitt eða synjað.
IV. KAFLI Útgáfa vegabréfsáritunar.
24. gr. Útgáfa samræmdrar vegabréfsáritunar.
Gildistími vegabréfsáritunar og lengd heimilaðrar dvalar skal byggjast á meðferð umsóknar sem fram fer í samræmi við 21. gr.
Heimilt er að gefa út vegabréfsáritun fyrir eina eða fleiri komur. Gildistími skal ekki vera lengri en fimm ár.
Með fyrirvara um a-lið 12. gr. skulu 15 dagar bætast aukalega við gildistíma vegabréfsáritunar til einnar komu.
Heimilt er að veita ekki slíkan 15 daga viðbótartíma með vísan til allsherjarreglu eða vegna alþjóðasamskipta einhverra aðildarríkjanna.
Að því tilskildu að umsækjandi uppfylli skilyrði fyrir komu til landsins sem sett eru fram í a-, c-d- og e-lið 1. mgr. 5. gr. reglugerðar um för yfir landamæri nr. 866/2017, skulu vegabréfsáritanir fyrir margar komur með langan gildistíma gefnar út með eftirfarandi gildistíma nema gildistími vegabréfsáritunarinnar yrði við það lengri en gildistími ferðaskilríkjanna:
- með eins árs gildistíma, að því tilskildu að umsækjandinn hafi fengið og notað löglega þrjár vegabréfsáritanir á síðustu tveimur árum,
- með tveggja ára gildistíma, að því tilskildu að umsækjandinn hafi fengið og notað löglega fyrri vegabréfsáritun sem gildir fyrir margar komur með eins árs gildistíma á síðustu tveimur árum,
- með fimm ára gildistíma, að því tilskildu að umsækjandinn hafi fengið eða notað löglega fyrri vegabréfsáritun sem gildir fyrir margar komur með tveggja ára gildistíma á síðustu þremur árum.
Ekki skal taka tillit til vegabréfsáritana til gegnumferðar um flughöfn og vegabréfsáritana með takmarkað gildissvæði, sem gefnar eru út í samræmi við 1. mgr. 25. gr., við útgáfu vegabréfsáritana sem gilda fyrir margar komur.
Þrátt fyrir 5. mgr. er í einstökum tilvikum heimilt að stytta gildistíma vegabréfsáritunar, ef rökstudd ástæða er til að draga í efa að skilyrði fyrir komu til landsins verði uppfyllt á öllu tímabilinu. Þá skulu sendiskrifstofur, innan ramma staðbundins Schengen-samstarfs, meta hvort aðlaga þurfi reglurnar um útgáfu vegabréfsáritana fyrir margar komur, sem settar eru fram í 5. mgr., með hliðsjón af aðstæðum á hverjum stað og af áhættu vegna innflytjendastraums og öryggisáhættu, með það að sjónarmiði að samþykkja hagstæðari eða strangari reglur.
Með fyrirvara um 5. mgr. má gefa út vegabréfsáritun fyrir margar komur sem gildir í allt að fimm ár til umsækjenda sem sýna fram á þörf sína fyrir tíðar og reglulegar ferðir eða rökstyðja þá fyrirætlun sína að ferðast oft eða reglulega, að því tilskildu að þeir geti sýnt fram á ráðvendni sína og áreiðanleika, einkum löglega notkun fyrri vegabréfsáritana, fjárhagsstöðu sína í upprunalandinu og að það sé einlægur ásetningur þeirra að fara frá yfirráðasvæði aðildarríkjanna áður en vegabréfsáritunin, sem þeir hafa sótt um, rennur út.
Þegar tekin hefur verið ákvörðun um útgáfu vegabréfsáritunar skulu nauðsynlegar upplýsingar skráðar inn í upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir til samræmis við 1. mgr. 10. gr. reglugerðar (EB) 767/2008 um VIS-upplýsingakerfið.
25. gr. Útgáfa vegabréfsáritunar með takmarkað gildissvæði.
Heimilt er í undantekningartilvikum að gefa út vegabréfsáritun með takmarkað gildissvæði þegar:
-
það er talið nauðsynlegt af mannúðarástæðum, í þágu þjóðarhagsmuna eða vegna alþjóðlegra skuldbindinga að:
- gera undanþágu frá þeirri meginreglu að viðkomandi verði að uppfylla komuskilyrðin, sem mælt er fyrir um í a-, c-, d- og e-lið 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 866/2017 um för yfir landamæri,
- gefa út vegabréfsáritun þrátt fyrir að aðildarríkið, sem samráð var haft við í samræmi við 22. gr., mæli gegn útgáfu samræmdrar vegabréfsáritunar eða
- gefa út vegabréfsáritun af áríðandi ástæðum, þrátt fyrir að fyrirframsamráð skv. 22. gr. hafi ekki farið fram,
eða
- ef, af ástæðum sem sendiskrifstofan telur réttlætanlegar, gefin er út ný vegabréfsáritun vegna dvalar á sama 180 daga tímabili og umsækjandinn hefur þegar notað samræmda vegabréfsáritun eða vegabréfsáritun með takmarkað gildissvæði sem heimilar 90 daga dvöl.
Vegabréfsáritun með takmarkað gildissvæði skal gilda á Íslandi en í undantekningartilvikum getur slík áritun gilt á yfirráðasvæðum fleiri en eins aðildarríkis, að fengnu samþykki hvers og eins þeirra.
Ef umsækjandi er handhafi ferðaskilríkja sem eitt eða fleiri aðildarríki, en þó ekki öll, viðurkenna ekki, skal gefa út vegabréfsáritun sem gildir fyrir yfirráðasvæði þeirra aðildarríkja sem viðurkenna ferðaskilríkin. Viðurkenni útgáfuaðildarríkið ekki ferðaskilríki umsækjanda skal vegabréfsáritunin, sem það gefur út, einungis gilda í því aðildarríki.
Hafi vegabréfsáritun sem gildir einungis fyrir Ísland verið gefin út á grundvelli a-liðar 1. mgr., skal Útlendingastofnun eða utanríkisráðuneytið, eftir því hvor aðilinn ber ábyrgð á útgáfu vegabréfsáritunarinnar, miðla viðeigandi upplýsingum til miðlægra stjórnvalda hinna aðildarríkjanna tafarlaust með þeim hætti sem um getur í 3. mgr. 16. gr. reglugerðar (EB) nr. 767/2008 um VIS-upplýsingakerfið.
Þegar tekin hefur verið ákvörðun um útgáfu vegabréfsáritunar samkvæmt 1. mgr. skulu nauðsynlegar upplýsingar skráðar inn í upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir til samræmis við 1. mgr. 10. gr. reglugerðar (EB) nr. 767/2008 um VIS-upplýsingakerfið.
26. gr.
Með hliðsjón af samstarfi þriðja ríkis við aðildarríkin varðandi endurviðtöku ólöglegra innflytjenda, sem metið er á grundvelli viðeigandi og hlutlægra gagna, skulu 5. mgr. 14. gr., 1. mgr. og b-liður 4. mgr. 16. gr., 1. mgr. 23. gr. og 5. og 8. mgr. 24. gr. ekki gilda um umsækjendur eða hópa umsækjenda sem eru ríkisborgarar þriðja ríkis sem telst ekki sýna nægilegan samstarfsvilja í samræmi við 25. gr. a. reglugerðar (ESB) 2019/1155 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 810/2009 um Bandalagsreglur um vegabréfsáritanir.
27. gr. Útgáfa vegabréfsáritunar til gegnumferðar um flughöfn.
Vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn gildir til gegnumferðar um alþjóðleg gegnumferðarsvæði íslenskra flughafna.
Með fyrirvara um a-lið 12. gr. skal gildistími vegabréfsáritunarinnar vera 15 dögum lengri en dagafjöldi heimilaðrar dvalar. Heimilt er að veita ekki slíkan frest með vísan til allsherjarreglu eða vegna alþjóðasamskipta einhverra aðildarríkjanna.
Með fyrirvara um a-lið 12. gr. er heimilt að gefa út vegabréfsáritanir til margra gegnumferða um flughöfn með sex mánaða gildistíma að hámarki.
Eftirfarandi viðmiðanir skipta einkum máli þegar tekin er ákvörðun um útgáfu vegabréfsáritunar til margra gegnumferða um flughöfn:
- þörf umsækjanda á gegnumferð oft og/eða reglulega og
- ráðvendni og áreiðanleiki umsækjanda, einkum lögleg notkun fyrri samræmdra vegabréfsáritana, vegabréfsáritana með takmarkað gildissvæði eða vegabréfsáritana til gegnumferðar um flughöfn, fjárhagsstaða hans í upprunalandinu og einlægur ásetningur hans um áframhaldandi för.
Ef gerð er krafa um að umsækjandi hafi vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn, í samræmi við ákvæði 2. mgr. 3. gr., skal slík vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn einungis gilda til gegnumferðar um alþjóðleg gegnumferðarsvæði íslenskra flughafna.
Þegar tekin hefur verið ákvörðun um útgáfu vegabréfsáritunar samkvæmt 1. mgr. skulu upplýsingar skv. 1. mgr. 10. gr. reglugerðar (EB) nr. 767/2008 um VIS-upplýsingakerfið skráðar inn í upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir.
28. gr. Vegabréfsáritunarmiðinn fylltur út.
Vegabréfsáritunarmiði skal fylltur út í samræmi við reglur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar um.
Aðildarríkjunum er heimilt að setja inn athugasemdir eigin ríkis í þann hluta vegabréfsáritunarmiðans sem ætlaður er fyrir athugasemdir, þær færslur skulu þó ekki vera endurtekning á skyldubundnu færslunum samkvæmt ferlinu sem um getur í 1. mgr.
Allar færslur á vegabréfsáritunarmiða skulu prentaðar og óheimilt er að færa handvirkt inn breytingar á prentaðan vegabréfsáritunarmiða.
Einungis er heimilt að fylla út vegabréfsáritunarmiða til einnar komu handvirkt ef um óviðráðanleg tæknileg atvik er að ræða. Á vegabréfsáritunarmiða, sem fylltur hefur verið út handvirkt, má ekki gera breytingar.
Ef vegabréfsáritunarmiði er fylltur út handvirkt í samræmi við 4. mgr. þessarar greinar skal færa upplýsingar um það inn í upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir til samræmis við k-lið 1. mgr. 10. gr. reglugerðar (EB) nr. 767/2008 um VIS-upplýsingakerfið.
29. gr. Ómerking vegabréfsáritunarmiða.
Ef villa uppgötvast á vegabréfsáritunarmiða, sem enn hefur ekki verið festur í ferðaskilríki, skal ómerkja miðann.
Ef villa uppgötvast eftir að vegabréfsáritunarmiðinn hefur verið festur í ferðaskilríkin skal ómerkja miðann með því að setja kross yfir hann með skjalableki og festa nýjan vegabréfsmiða á aðra blaðsíðu.
Ef villa uppgötvast eftir að viðkomandi gögn hafa verið færð inn í upplýsingakerfið um vegabréfsáritanir skal leiðrétta hana svo fljótt sem verða má.
30. gr. Festing vegabréfsáritunarmiða.
Vegabréfsáritunarmiða skal festa í ferðaskilríki umsækjanda samkvæmt reglum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar um.
Séu ferðaskilríki umsækjanda ekki viðurkennd á Íslandi skal nota laust blað til að festa vegabréfsáritun á.
Ef vegabréfsáritunarmiði hefur verið festur á laust blað, til að festa vegabréfsáritun á, skal færa upplýsingar um það inn í upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir til samræmis við j-lið 1. mgr. 10. gr. reglugerðar (EB) nr. 767/2008 um VIS-upplýsingakerfið.
Stakar vegabréfsáritanir, sem gefnar eru út til handa einstaklingum sem eru skráðir í ferðaskilríki umsækjanda, skal festa í þau ferðaskilríki.
Séu ferðaskilríkin, sem slíkir einstaklingar eru skráðir í, ekki viðurkennd hér á landi, skulu stöku vegabréfsáritunarmiðarnir festir á laus blöð til að festa á vegabréfsáritun.
31. gr. Réttur sem útgefin vegabréfsáritun veitir.
Samræmd vegabréfsáritun eða vegabréfsáritun með takmarkað gildissvæði veitir ekki sjálfkrafa rétt til komu til Íslands.
32. gr. Upplýsingar frá miðlægum stjórnvöldum annarra aðildarríkja.
Aðildarríki getur farið fram á að miðlægum yfirvöldum þess sé tilkynnt um vegabréfsáritanir, sem önnur aðildarríki gefa út til handa ríkisborgurum tiltekinna þriðju ríkja eða tiltekinna hópa þeirra, nema þegar um er að ræða vegabréfsáritanir til gegnumferðar um flughöfn.
33. gr. Vegabréfsáritun synjað.
Með fyrirvara um 1. mgr. 25. gr. skal synjað um vegabréfsáritun í eftirfarandi tilvikum:
-
ef umsækjandi:
- framvísar ferðaskilríkjum sem eru grunnfölsuð, breytifölsuð eða fölsuð á annan hátt,
- getur ekki fært rök fyrir tilgangi og skilyrðum fyrirhugaðrar dvalar sinnar,
- getur ekki fært rök fyrir tilgangi og skilyrðum fyrirhugaðrar gegnumferðar sinnar um flughöfn,
- færir ekki sönnur á að hann hafi nægt fé sér til framfærslu, bæði meðan á fyrirhugaðri dvöl stendur og til þess að snúa aftur til uppruna- eða búsetulands síns eða til gegnumferðar um þriðja ríki, sem víst þykir að honum verði hleypt inn í, eða að hann sé í aðstöðu til að útvega sér slíkt fé á lögmætan hátt,
- hefur þegar dvalið í 90 daga á 180 daga tímabili á yfirráðasvæði aðildarríkjanna, á grundvelli samræmdrar vegabréfsáritunar eða vegabréfsáritunar með takmarkað gildissvæði,
- er á skrá í Schengen-upplýsingakerfinu yfir óæskilega einstaklinga sem synja á um komu,
- er talinn vera ógnun við allsherjarreglu, innra öryggi eða almannaheilsu, eins og skilgreint er í 21. tölul. 3. gr. reglugerðar nr. 866/2017 um för yfir landamæri, eða við alþjóðasamskipti í einhverju aðildarríkjanna, einkum ef hann er á skrá í landsbundnum gagnagrunnum aðildarríkjanna yfir óæskilega einstaklinga sem synja á um komu af sömu ástæðum, eða
- leggur ekki fram sönnun fyrir því að hann sé handhafi gildrar ferðasjúkratryggingar, þar sem við á, eða
- ef rökstudd ástæða er til að draga í efa að fylgiskjöl, sem umsækjandi leggur fram, séu ósvikin eða að innihald þeirra sé rétt, eða áreiðanleika framburðar umsækjanda eða ásetning hans að fara frá yfirráðasvæði aðildarríkjanna áður en vegabréfsáritunin, sem sótt er um, rennur út.
Umsækjanda skal tilkynnt um ákvörðun um synjun og ástæður fyrir henni á stöðluðu eyðublaði sem sett er fram í viðauka 6, á íslensku og öðru opinberu tungumáli meginstofnana Sambandsins.
Heimilt er að kæra synjun um vegabréfsáritun í samræmi við 7. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016.
Upplýsingar um synjun vegabréfsáritunar skal færa inn í upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir til samræmis við 12. gr. reglugerðar (EB) nr. 767/2008 um VIS-upplýsingakerfið.
V. KAFLI Breyting á útgefinni vegabréfsáritun.
34. gr. Framlenging.
Framlengja skal gildistíma útgefinnar vegabréfsáritunar og/eða lengd dvalartíma sem hún heimilar hafi handhafi hennar fært sönnur á óviðráðanlegar aðstæður eða mannúðarástæður sem koma í veg fyrir að hann geti farið af yfirráðasvæði aðildarríkjanna áður en gildistími vegabréfsáritunarinnar eða dvalartíminn sem hún heimilar rennur út. Slík framlenging skal vera án endurgjalds.
Heimilt er að framlengja gildistíma útgefinnar vegabréfsáritunar og/eða lengd dvalartíma sem hún heimilar hafi handhafi hennar fært sönnur á mikilvægar persónulegar aðstæður sem réttlæta framlengingu á gildistíma eða dvalartíma. Umsækjendur skulu greiða gjald fyrir slíka framlengingu skv. 7. tölul. 14. gr. laga nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs.
Útlendingastofnun, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda er heimilt að fara með umsókn um framlengingu vegabréfsáritunar ef umsækjandi er staddur hér á landi þegar umsóknin er lögð fram.
Framlengda vegabréfsáritunin skal hafa sama gildissvæði og upprunalega vegabréfsáritunin nema Útlendingastofnun, sem framlengir vegabréfsáritanir skv. ákvæði þessu, ákveði annað.
Framlenging vegabréfsáritana skal vera á vegabréfsáritunarmiða, sbr. 28. gr.
Upplýsingar um framlengingu vegabréfsáritunar skal færa inn í upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir til samræmis við 14. gr. reglugerðar (EB) nr. 767/2008 um VIS-upplýsingakerfið.
35. gr. Ógilding og afturköllun.
Vegabréfsáritun skal ógilda ef í ljós kemur að skilyrði fyrir útgáfu hennar voru ekki uppfyllt þegar hún var gefin út, einkum ef rík ástæða er til að ætla að vegabréfsáritunin sé fengin með sviksamlegum hætti. Vegabréfsáritun skal að jafnaði ógilt af lögbærum yfirvöldum aðildarríkisins sem gaf hana út. Lögbærum yfirvöldum annars aðildarríkis er heimilt að ógilda vegabréfsáritun og skal þá yfirvöldum aðildarríkisins, sem gaf út vegabréfsáritunina, tilkynnt um ógildingu hennar.
Vegabréfsáritun skal afturkalla ef í ljós kemur að skilyrði fyrir útgáfu hennar eru ekki lengur uppfyllt. Vegabréfsáritun skal að jafnaði afturkölluð af lögbærum yfirvöldum aðildarríkisins sem gaf hana út. Lögbærum yfirvöldum annars aðildarríkis er heimilt að afturkalla vegabréfsáritun og skal þá yfirvöldum aðildarríkisins, sem gaf út vegabréfsáritunina, tilkynnt um slíka afturköllun.
HeimiltÚtlendingastofnun, viðkomandi sendiskrifstofu eða utanríkisráðuneytinu er heimilt að afturkalla vegabréfsáritun að beiðni handhafa hennar. Tilkynna skal lögbærum yfirvöldum aðildarríkjanna, sem gáfu út vegabréfsáritunina, um slíka afturköllun.
Þótt handhafi vegabréfsáritunar geti ekki framvísað einu eða fleiri af þeim fylgiskjölum, sem um getur í 3. mgr. 14. gr., við landamæri leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að ákvörðun verði tekin um að ógilda eða afturkalla vegabréfsáritun.
Þegar vegabréfsáritun er ógilt eða afturkölluð skal stimpla hana með orðunum "ÓGILT" ("ANNULLED") eða "AFTURKALLAÐ" ("REVOKED") og ógilda hinn ljósfræðilega breytilega þátt vegabréfsáritunarmiðans, öryggisþáttinn "dulin myndhrif" og orðið "vegabréfsáritun" ("visa") með því að setja kross yfir þau.
Umsækjanda skal tilkynnt um ákvörðun um ógildingu eða afturköllun vegabréfsáritunar og ástæður fyrir henni á stöðluðu eyðublaði sem sett er fram í viðauka 6.
Handhafa vegabréfsáritunar, sem ógilt hefur verið eða afturkölluð, er heimilt að kæra ákvörðunina nema vegabréfsáritunin hafi verið afturkölluð að beiðni hans í samræmi við 3. mgr. Kærum skal beint gegn aðildarríkinu sem tók ákvörðun um ógildingu eða afturköllun og um þær skal fara að landslögum þess aðildarríkis. Um kæru á ákvörðun íslenskra stjórnvalda um ógildingu eða afturköllun fer samkvæmt 7. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Upplýsa skal umsækjanda um málsmeðferð þá sem fylgja ber við kæru og tilgreind er í viðauka 6.
Upplýsingar um ógildingu eða afturköllun vegabréfsáritunar skal færa inn í upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir til samræmis við 13. gr. reglugerðar (EB) nr. 767/2008 um VIS-upplýsingakerfið.
Útlendingastofnun og yfirvöld sem bera ábyrgð á eftirliti með einstaklingum um för yfir ytri landamæri teljast lögbær yfirvöld hér á landi, samkvæmt ákvæði þessu.
VI. KAFLI Útgáfa vegabréfsáritana á ytri landamærunum.
36. gr. Umsókn vegabréfsáritana á ytri landamærum.
Í undantekningartilvikum er heimilt að gefa út vegabréfsáritanir á landamærastöðvum að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- umsækjandi uppfyllir skilyrðin sem mælt er fyrir um í a-, c-, d- og e-lið 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 866/2017 um för yfir landamæri,
- umsækjandi var ekki í aðstöðu til að sækja um vegabréfsáritun fyrir fram og leggur fram gögn til staðfestingar á ófyrirsjáanlegum og brýnum ástæðum fyrir komu, ef um það er beðið, og
- talið er öruggt að umsækjandi komist aftur til uppruna- eða búsetulands síns eða áfram í gegnum önnur ríki en þau aðildarríki þar sem Schengen-gerðirnar hafa komið til framkvæmda að fullu.
Ef sótt er um vegabréfsáritun á ytri landamærum er heimilt að gera undanþágu frá kröfunni um að umsækjandi sé handhafi ferðasjúkratryggingar standi slík ferðasjúkratrygging ekki til boða á þeirri landamærastöð eða af mannúðarástæðum.
Vegabréfsáritun, sem gefin er út á ytri landamærum, skal vera samræmd vegabréfsáritun sem heimilar handhafa að hámarki 15 daga dvöl, eftir tilgangi og skilyrðum fyrirhugaðrar dvalar. Ef um gegnumferð er að ræða skal lengd heimilaðrar dvalar samsvara þeim tíma sem nauðsynlegur er til gegnumferðarinnar.
Ef skilyrðin, sem mælt er fyrir um í a-, c-, d- og e-lið 1. mgr. 5. gr. reglugerðar um för yfir landamæri, eru ekki uppfyllt getur stjórnvald, sem annast útgáfu vegabréfsáritana á landamærum, gefið út vegabréfsáritun sem gildir einungis fyrir Ísland, í samræmi við a-lið 1. mgr. 25. gr. þessarar reglugerðar.
Ekki er heimilt að gefa út vegabréfsáritun til ríkisborgara þriðja ríkis ef hafa þarf samráð fyrirfram, í samræmi við 22. gr., við eitthvert aðildarríkjanna sem árituninni er ætlað að gilda fyrir. Þó er heimilt, í undantekningartilvikum, að gefa út vegabréfsáritun sem einungis gildir fyrir Ísland á ytri landamærum séu skilyrði a-liðar 1. mgr. 25. gr. fyrir hendi.
Til viðbótar við þær ástæður til synjunar vegabréfsáritunar, sem kveðið er á um í a-lið 1. mgr. 33. gr., skal synja um vegabréfsáritun á landamærastöð ef skilyrðin, sem um getur í b-lið 1. mgr. þessarar greinar, eru ekki uppfyllt.
Ákvæði 3. mgr. 33. gr. og viðauka 6 um rök fyrir og tilkynningu um synjun og um kæruheimild skulu gilda.
37. gr. Útgáfa vegabréfsáritana til handa sjómönnum í gegnumferð á ytri landamærum.
Heimilt er að gefa út á landamærum vegabréfsáritun til gegnumferðar til handa sjómanni sem fellur undir kvöð um vegabréfsáritun þegar hann fer yfir ytri landamæri aðildarríkjanna ef:
- hann uppfyllir skilyrðin í 1. mgr. 36. gr. og
- hann fer yfir viðkomandi landamæri í þeim tilgangi að fara um borð í skip sem hann er að hefja störf á sem sjómaður eða til að snúa aftur um borð í skip eða fara endanlega frá borði skips sem hann hefur starfað á sem sjómaður.
Um útgáfu vegabréfsáritana til sjómanna á landamærum gilda verklagsreglur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar um.
Þetta ákvæði gildir með fyrirvara um ákvæði 3., 4. og 5. mgr. 36. gr.
IV. HLUTI Rekstur stjórnsýslu og skipulag.
38. gr. Skipulag vegabréfsáritanadeilda.
Þegar utanríkisráðuneytið felur íslenskum sendiskrifstofum að annast útgáfu vegabréfsáritana, semur við utanaðkomandi þjónustuaðila eða milliliði í öðrum ríkjum og tekur þátt í staðbundnu samstarfi sendiskrifstofa aðildarríkja gilda ákvæði 37.-40. gr., 42.-45. gr. og 48. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 810/2009 um Bandalagsreglur um vegabréfsáritanir, með síðari breytingum, um þá starfsemi.
Útlendingastofnun og utanríkisráðuneytið skulu tryggja fullnægjandi þjálfun starfsmanna og tryggja fullnægjandi eftirlit með vinnslu umsókna skv. 3. og 4. mgr. 38. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 810/2009 um Bandalagsreglur um vegabréfsáritanir og setja sér verklagsreglur þess efnis. Útlendingastofnun skal einnig tryggja sendiskrifstofum og þeim yfirvöldum sem bera ábyrgð á útgáfu vegabréfsáritana á landamærum, búnað til að safna lífkennum skv. 2. mgr. 40. gr. sömu reglugerðar.
39. gr. Samantekt tölulegra upplýsinga.
Útlendingastofnun skal árlega taka saman tölulegar upplýsingar um vegabréfsáritanir í samræmi við töfluna í XII. viðauka reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 810/2009 um Bandalagsreglur um vegabréfsáritanir og senda upplýsingarnar til dómsmálaráðuneytisins, utanríkisráðuneytisins og til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þessar tölulegu upplýsingar skulu lagðar fram fyrir 1. mars fyrir næstliðið almanaksár.
40. gr. Upplýsingar til almennings.
Útlendingastofnun, utanríkisráðuneytið og sendiskrifstofur sem utanríkisráðuneytið felur útgáfu vegabréfsáritana skulu veita almenningi allar viðeigandi upplýsingar í tengslum við umsókn um vegabréfsáritun, einkum um:
-
viðmiðanir, skilyrði og málsmeðferð við umsókn vegabréfsáritunar,
- viðmiðanir til að umsókn teljist tæk, sem kveðið er á um í 1. mgr. 19. gr.,
- að lífkennaupplýsingum sé að jafnaði safnað á 59 mánaða fresti, talið frá þeim degi sem þeim er fyrst safnað,
- hvernig panta má tíma, ef við á,
- hvar leggja má fram umsókn (á þar til bærri sendiskrifstofu eða hjá utanaðkomandi þjónustuaðila),
- viðurkennd fyrirtæki sem starfa sem milliliðir,
- þá staðreynd að stimpillinn, sem kveðið er á um í 20. gr. hefur engin bein réttaráhrif,
- fresti til meðferðar á umsóknum, sem kveðið er á um í 1. og 2. mgr. 23. gr.,
- þriðju ríki þar sem hafa þarf fyrirframsamráð vegna ríkisborgara eða sérstakra hópa þeirra eða veita upplýsingar um þá,
- að tilkynna verði umsækjanda um neikvæða ákvörðun, að gefa verði upp ástæður sem liggja til grundvallar synjuninni og að umsækjendur hafi málskotsrétt ef umsóknum þeirra er synjað, auk upplýsinga um málsmeðferð þá sem fylgja ber við kæru, hvaða yfirvald telst vera lögbært yfirvald og um frest til að leggja fram kæruna,
- að vegabréfsáritunin ein veiti ekki sjálfkrafa rétt til komu og að handhafar vegabréfsáritunar þurfi að leggja fram sönnun þess að þeir uppfylli komuskilyrði við ytri landamærin sem kveðið er á um í 5. gr. reglugerðar nr. 866/2017 um för yfir landamæri.
- upplýsingar um afgreiðslu kvartana, sem kveðið er á um í 5. mgr. 38. gr. reglugerðar (EB) nr. 810/2009 um Bandalagsreglur um vegabréfsáritanir, með síðari breytingum.
Aðildarríkið sem veitir fyrirsvar og aðildarríkið sem nýtur fyrirsvars skulu tilkynna almenningi um samkomulag um fyrirsvar, eins og um getur í 8. gr. áður en það öðlast gildi.
V. HLUTI Lokaákvæði.
41. gr. Fyrirkomulag í tengslum við Ólympíuleikana og Ólympíuleika fatlaðra.
Aðildarríki, sem halda Ólympíuleikana og Ólympíuleika fatlaðra, skulu beita sértæku málsmeðferðinni og skilyrðunum til að greiða fyrir útgáfu vegabréfsáritana sem sett eru fram í viðauka 7.
42. gr. Tilkynningar.
Útlendingastofnun skal tilkynna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um:
- þriðju ríki hverra ríkisborgurum er skylt að hafa vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn þegar þeir fara um alþjóðleg gegnumferðarsvæði flughafna sem eru á yfirráðasvæði aðildarríkjanna, eins og um getur í 3. gr., áður en sú ákvörðun tekur gildi og eins skal tilkynna þegar slík krafa er felld úr gildi,
- íslenskt eyðublað fyrir sönnun á að einhver ábyrgist framfærslu hlutaðeigandi og/eða gistingu í heimahúsi, sem um getur í 4. mgr. 14. gr., ef við á,
- lista yfir þriðju ríki sem falla undir kröfu um fyrirframsamráð eins og um getur í 22. gr., að jafnaði eigi síðar en 25 dögum áður en hún tekur gildi eða er dregin til baka,
- lista yfir þriðju ríki, sem falla undir kröfu um upplýsingar eins og um getur í 32. gr., eigi síðar en 25 dögum áður en hún tekur gildi eða er dregin til baka,
- viðbótarathugasemdir Íslands í þann hluta vegabréfsáritunarmiðans sem ætlaður er fyrir athugasemdir, eins og um getur í 2. mgr. 28. gr.,
- lögbær yfirvöld til að framlengja vegabréfsáritanir á Íslandi,
- tölulegar upplýsingar sem teknar eru saman í samræmi við 46. gr. og XII. viðauka reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 810/2009 um Bandalagsreglur um vegabréfsáritanir.
Utanríkisráðuneytið skal tilkynna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um:
- samkomulag varðandi fyrirsvar sem um getur í 8. gr. eigi síðar en 20 almanaksdögum áður en samkomulag eða uppsögn tekur gildi, nema um óviðráðanleg atvik sé að ræða (force majure),
- fyrirætlan um að innheimta hærra þjónustugjald eins og um getur í 17. gr., eigi síðar en þremur mánuðum áður en það kemur til framkvæmda og rökstuðning fyrir fjárhæð þjónustugjaldsins,
- það fyrirkomulag samstarfs sem valið er, eins og um getur í 40. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 810/2009 um Bandalagsreglur um vegabréfsáritanir, sbr. 38. gr.
43. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem innleiðir ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 810/2009 um Bandalagsreglur um vegabréfsáritanir, með síðari breytingum og ákvæði reglugerðar (ESB) 2019/1155 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 810/2009 um Bandalagsreglur um vegabréfsáritanir, er sett með heimild í 4. og 8. mgr. 20. gr. og 6. tölul. 1. og 2. mgr. 120. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um vegabréfsáritanir nr. 1160/2010, með síðari breytingum
Þrátt fyrir 1. mgr. skal b-liður 2. mgr. 21. gr. ekki öðlast gildi fyrr en reglugerð (ESB) 2017/2226 um að koma á fót komu- og brottfararkerfi til að skrá upplýsingar um komur og brottfarir og upplýsingar um synjanir um komu ríkisborgara þriðju landa, sem fara yfir ytri landamæri aðildarríkjanna, og um að ákvarða skilyrði fyrir aðgangi að komu- og brottfararkerfinu í löggæslutilgangi og um breytingu á samningnum um framkvæmd Schengen-samkomulagsins og á reglugerðum (EB) nr. 767/2008 og (ESB) nr. 1077/2011, kemur til framkvæmda skv. 73. gr. þeirrar gerðar. Sú gildistaka verður auglýst sérstaklega.
Dómsmálaráðuneytinu, 14. júní 2022.
Jón Gunnarsson.
Haukur Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.