Prentað þann 28. des. 2024
793/2017
Reglugerð um breytingu á reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga, nr. 502/2012.
1. gr.
Við 2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 4. töluliður, sem orðast svo:
Fyrirframgreiðslur vegna uppgjörs A deildar Brúar lífeyrissjóðs: Draga skal frá heildarskuldum eftirstöðvar fyrirframgreiðslna vegna Varúðarsjóðs og Lífeyrisaukasjóðs vegna framlaga sveitarfélags í tengslum við uppgjör A deildar Brúar lífeyrissjóðs, sbr. bráðabirgðaákvæði við reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 3. mgr. 64. gr. og 81. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 23. ágúst 2017.
Jón Gunnarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.