Prentað þann 4. des. 2024
780/2024
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1273/2020, um stuðning við garðyrkju.
1. gr.
28. gr. reglugerðarinnar breytist og verður svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:
Þróunarverkefni og styrkir vegna kolefnishlutleysis í garðyrkju.
Fjármunum vegna þróunarverkefna er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í garðyrkju.
Fjármunum vegna kolefnishlutleysis er ætlað að styðja við verkefni sem geti stuðlað að kolefnishlutleysi í garðyrkju samanber þau markmið sem fram koma í 2. gr. samkomulags um breytingar á samingi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða frá 14. maí 2020.
2. gr.
29. gr. reglugerðarinnar breytist og orðast svo:
Fagráð skulu setja sér verklagsreglur um mat á umsóknum um þróunarfé og styrki vegna kolefnishlutleysis. Í reglunum er heimilt að kveða á um hámarkshlutfall hvors styrkjaflokks af heildarkostnaði hvers verkefnis sem talið er styrkhæft.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 34. gr. reglugerðarinnar:
- Orðið "einum" í 5. ml. 4. mgr. fellur niður og í stað þess kemur: fjórðungi.
- Í stað "1-30 ha" í fyrsta og öðrum dálk í töflu kemur: 0,25-30 ha.
4. gr.
36. gr. reglugerðarinnar fellur niður.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búvörulögum nr. 99/1993. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 18. júní 2024.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Elísabet Anna Jónsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.