Prentað þann 23. des. 2024
774/2007
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 646, 2. júlí 2007, um uppboðsmarkaði sjávarafla.
1. gr.
Fyrri málsliður 17. gr. orðist svo: Kaupandi skal greiða söluverð strax þegar afli hefur verið sleginn honum eða setja viðhlítandi ábyrgð fyrir greiðslu sem uppboðsstjóri metur gilda.
2. gr.
18. gr. orðist svo: Seljandi ber allan kostnað sem fellur á aflann fram að sölu þ.m.t. löndunar- og flutningskostnað en kaupandi ber áfallinn kostnað eftir sölu.
3. gr.
Fyrri málsliður 21. gr. orðist svo: Leyfishöfum er skylt að láta liggja frammi yfirlit yfir selt aflamagn hvers dags og verð þess.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. gr. laga nr. 79, 24. maí 2005, um uppboðsmarkaði sjávarafla, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 29. ágúst 2007.
F. h. r.
Arndís Á. Steinþórsdóttir.
Þórður Eyþórsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.