Prentað þann 13. des. 2024
774/1998
Reglugerð um sérsveit ríkislögreglustjórans.
1. gr.
Ríkislögreglustjórinn annast viðfangsefni sem eðli máls samkvæmt eða aðstæðna vegna kalla á miðstýringu eða samhæfingu lögregluliða á landsvísu. Hann skal starfrækja sérsveit lögreglu til að takast á við vopnuð lögreglustörf og öryggismál þegar þörf krefur hvar sem er á landinu og innan efnahagslögsögu Íslands.
2. gr.
Allt forræði sérsveitar lögreglunnar er hjá ríkislögreglustjóranum svo sem starfræksla, stærð, búnaður, þjálfun, rekstur og stefnumótun um verkefni og vinnuaðferðir.
Ríkislögreglustjórinn skal setja verklagsreglur um starfsemi sveitarinnar.
3. gr.
Dómsmálaráðherra felur ríkislögreglustjóranum að fara með lögreglustjórn þar sem sérsveit lögreglunnar er kölluð út vegna vopnaðra lögreglustarfa og öryggismála. Við störf sín lýtur sérsveitin yfirstjórn ríkislögreglustjórans.
4. gr.
Heimilt er að starfrækja sveitina með þeim hætti að stjórnendur hennar starfi hjá ríkislögreglustjóranum í fullu starfi en aðrir lögreglumenn í henni komi til starfa frá öðrum lögregluliðum vegna þjálfunar eða verkefna hverju sinni.
5. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 3. mgr. 7. gr. lögreglulaga nr. 90 13. júní 1996 öðlast gildi 1. janúar 1999.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 21. desember 1998.
Þorsteinn Pálsson.
Björg Thorarensen.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.