Prentað þann 5. des. 2025
769/2024
Reglugerð um breytingu á reglugerð um málsmeðferð við beitingu tiltekinna innlendra tæknireglna vegna löglega markaðssettrar vöru í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, nr. 74/2014.
1. gr.
1. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Innleiðing.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar gerðir:
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/515 frá 19. mars 2019 um gagnkvæma viðurkenningu á vörum sem eru löglega markaðssettar í öðru aðildarríki og niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 764/2008, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 105/2020 frá 14. júlí 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 13. ágúst 2020, bls. 169-186.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1668 frá 10. nóvember 2020 þar sem tilgreindar eru nánari upplýsingar um upplýsinga- og fjarskiptakerfið, sem nota skal að því er varðar reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/515 um gagnkvæma viðurkenningu á vörum sem eru löglega markaðssettar í öðru aðildarríki, og virkni upplýsinga- og fjarskiptakerfisins, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 14/2023 frá 3. febrúar 2003. Framkvæmdarreglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 75, frá 19. október 2023, bls. 22.
2. gr.
2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Reglugerðin gildir um málsmeðferð sem lögbær yfirvöld eiga að fylgja þegar þau taka ákvörðun, eða hyggjast taka ákvörðun, á grundvelli tæknireglu eins og hún er skilgreind í 2. mgr. 2. gr. reglugerðar (ESB) 2019/515, ef beinu eða óbeinu áhrifin af ákvörðuninni eru að takmarka eða synja um markaðsaðgang.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna "sem nánar er kveðið á um í 2. kafla reglugerðar (EB) nr. 764/2008" í 1. mgr. kemur: í samræmi við ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/515.
- 2. mgr. orðast svo:
Vörutengiliður á Íslandi er menningar- og viðskiptaráðuneytið. Um starfshætti og skyldur fer skv. III. kafla reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/515.
4. gr.
Í stað orðsins "Neytendastofa" í 1. og 2. málsl. 3. mgr. og í fyrirsögn 4. gr. reglugerðarinnar kemur: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
5. gr.
Á undan orðinu "málsmeðferð" í heiti reglugerðarinnar kemur: gagnkvæma viðurkenningu á vörum og um.
6. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 27. gr. laga um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, nr. 134/1995, og öðlast þegar gildi.
Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, 14. júní 2023.
F. h. r.
Ingvi Már Pálsson.
Steindór Dan Jensen.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.