Fara beint í efnið

Prentað þann 4. des. 2021

Brottfallin reglugerð felld brott 1. júlí 2021

765/2019

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1155/2013 um styrki vegna hjálpartækja.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjalinu "Hjálpartæki Sjúkratrygginga Íslands" með reglugerðinni:

Á flokknum 21 Hjálpartæki til tjáskipta, upplýsinga og viðvörunar verður eftirfarandi breyting:

3. tölul. í flokknum 2151 Viðvörunarkerfi. Öryggiskallkerfi orðast svo:

Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands tekur aðeins til íbúða þar sem Sjúkratryggingar Íslands eða aðrir opinberir aðilar greiða ekki kostnað af rekstrinum eða annast þjónustu/gæslu að einhverju eða verulegu leyti s.s. ef íbúð er samtengd eða í næsta nágrenni við slíka þjónustu/gæslu sem stendur til boða.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 26. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 15. ágúst 2019.

Svandís Svavarsdóttir.

Elsa B. Friðfinnsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.