Fara beint í efnið

Prentað þann 4. des. 2021

Stofnreglugerð

761/2019

Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (VII).

1. gr. Gildistaka reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/500.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/500 frá 25. mars 2019 um að koma á fót viðbúnaðarráðstöfunum að því er varðar samræmingu almannatrygginga í kjölfar úrsagnar Bretlands úr sambandinu skal öðlast gildi hér á landi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2019 frá 29. mars 2019 um breytingu á VI. viðauka (félagslegt öryggi) og bókun 37 við EES-samninginn, sbr. einnig 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum og bókun 1 við EES-samninginn.

Reglugerðin skal gilda með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2019.

2. gr. Efni.

Í reglugerð þessari er mælt fyrir um gildistöku reglugerðarinnar varðandi þau málefni sem talin eru upp í 2. gr. reglugerðar nr. 442/2012 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar og félags- og barnamálaráðherra fer með.

Í reglugerð heilbrigðisráðherra verður kveðið á um gildistöku reglugerðarinnar varðandi þau málefni sem talin eru upp í 2. gr. reglugerðar nr. 442/2012 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar og heilbrigðisráðherra fer með.

Í reglugerð fjármála- og efnahagsráðherra verður kveðið á um gildistöku reglugerðarinnar varðandi þau málefni sem talin eru upp í 2. gr. reglugerðar nr. 443/2012 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (réttindi úr lífeyrissjóðum og til barnabóta (I)) og fjármála- og efnahagsráðherra fer með.

3. gr. Fylgiskjöl.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES- viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 57 frá 18. júlí 2019, bls. 4, og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/500 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 38 frá 16. maí 2019, bls 10, eru birt sem fylgiskjöl 1 og 2 með reglugerð þessari.

4. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 71. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum, 6. mgr. 42. gr. og 64. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, og 35. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 19. ágúst 2019.

Ásmundur Einar Daðason.

Gunnhildur Gunnarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.