Fara beint í efnið

Prentað þann 27. des. 2024

Breytingareglugerð

756/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu, nr. 207/2023.

1. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Svæðisgjald.

Svæðisgjald er lagt á við inngang að þjónustusvæði og gildir mest í sólarhring (frá kl. 00.00-24.00):

Flokkur A - Fólksbifreið, 5 farþega og færri 1.000 kr.
Flokkur B - Fólksbifreið, 6-9 farþega 1.300 kr.
Flokkur C - Rúta, 10-19 farþega 2.500 kr.
Flokkur D - Rúta, 20-32 farþega 4.700 kr.
Flokkur E - Rúta, 33 farþega og fleiri 8.500 kr.
Bifhjól 400 kr.

Veittur er 50% afsláttur af svæðisgjaldi ef annað þjónustusvæði þjóðgarðsins hefur áður verið heimsótt innan sólarhrings og fullt gjald greitt þar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 21. gr. laga nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð, og öðlast þegar gildi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 29. júní 2023.

F. h. r.

Ólafur Darri Andrason.

Sigríður Svana Helgadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.