Fara beint í efnið

Prentað þann 23. nóv. 2024

Breytingareglugerð

748/2024

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1106/2012, um menntun, réttindi og skyldur áfengis- og vímuefnaráðgjafa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

1. gr.

1. tölul. 4. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

  1. hann skal hafa starfað í 5.700 klukkustundir við áfengis- og vímuefnaráðgjöf á heilbrigðisstofnun í þverfaglegu teymi sem starfar undir faglegri stjórn læknis sem vinnur við áfengis- og vímuefnameðferð í fullu starfi, og

2. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi skv. lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

3. gr.

1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Áður en starfsleyfi er veitt skv. 2. gr. á grundvelli menntunar utan Íslands skal landlæknir leita umsagnar fagráðs landlæknis um áfengis- og vímuefnaráðgjafa til að meta hæfi umsækjanda um það hvort hann uppfylli skilyrði um menntun skv. 4. mgr. 3. gr. fyrir veitingu starfsleyfis. Landlækni er einnig heimilt að leita umsagnar vegna umsókna á grundvelli menntunar frá Íslandi.

4. gr.

Ný málsgrein bætist við ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:

Breyting á fyrsta málslið 2. tölul. 4. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar gildir ekki um þau sem hófu bóklegt nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf hér á landi fyrir 1. ágúst 2023.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5., 30. og 31. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012 og 6. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 10. júní 2024.

Willum Þór Þórsson.

Ásthildur Knútsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.