Prentað þann 22. nóv. 2024
744/2020
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 726/2020, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021.
1. gr.
2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Leyfilegur heildarafli tilgreindur í tonnum í óslægðum botnfiski, íslenskri sumargotssíld og óslitnum humri, frádráttur sbr. 3. mgr. 8. gr. laga um stjórn fiskveiða og úthlutun Fiskistofu á grundvelli aflahlutdeildar er sem hér segir:
Tegund | Leyfilegur heildarafli | 5,3% frádr. frá heildarafla, skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 | Fiskistofa úthlutar aflamarki á grundvelli aflahlutdeildar |
1. Þorskur | 254.273 | 13.476 | 240.797 |
2. Ýsa | 44.419 | 2.354 | 42.065 |
3. Ufsi | 78.344 | 4.152 | 74.192 |
4. Steinbítur | 8.761 | 464 | 8.297 |
5. Gullkarfi | 34.379 | 1.822 | 32.557 |
6. Keila | 1.429 | 76 | 1.353 |
7. Langa | 4.430 | 235 | 4.195 |
8. Djúpkarfi | 12.384 | 656 | 11.728 |
9. Litli karfi | 684 | 36 | 648 |
10. Grálúða | 13.271 | 703 | 12.568 |
11. Sandkoli | 236 | 13 | 223 |
12. Skrápflúra | 15 | 1 | 14 |
13. Skarkoli | 7.037 | 373 | 6.664 |
14. Langlúra | 854 | 45 | 809 |
15. Þykkvalúra/sólkoli | 1.073 | 57 | 1.016 |
16. Skötuselur | 503 | 27 | 476 |
17. Humar | 0 | 0 | 0 |
18. Íslensk sumargotssíld 1) | 35.490 | 1.881 | 28.609 |
19. Blálanga | 406 | 22 | 384 |
20. Hlýri | 314 | 17 | 297 |
21. Gulllax | 8.729 | 463 | 8.266 |
1) 5.000 tonn af íslenskri sumargotssíld skulu flutt af fiskveiðiárinu 2020/2021 til úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar á fiskveiðiárinu 2019/2020 skv. ákvæði I til bráðabirgða.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. júlí 2020.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Arnór Snæbjörnsson.
Guðmundur Jóhannesson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.