Prentað þann 22. des. 2024
741/2024
Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 1140/2019, um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands.
1. gr.
2. málsl. 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "þrjár" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: fjórar.
- Orðin "að tilhlutan læknis" í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
3. gr.
Í stað orðsins "þrjár" í 4. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: fjórar.
4. gr.
2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Sé um að ræða fjórar ferðir umfram 20 km á almanaksári samkvæmt 1. mgr. 3. gr., vegna meðferðar utan heimabyggðar þar sem þjónustan er ekki fyrir hendi, skal sjúkratryggður leggja fram kvittanir fyrir ferðakostnaði vegna komu til sjálfstætt starfandi sérfræðings. Ef um komu á sjúkrahús eða aðrar heilbrigðisstofnanir er að ræða þarf að auki að leggja fram staðfestingu á komu.
5. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, tekur gildi 1. júlí 2024.
Heilbrigðisráðuneytinu, 10. júní 2024.
Willum Þór Þórsson.
Sigurður Kári Árnason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.