Fara beint í efnið

Prentað þann 17. jan. 2022

Stofnreglugerð

740/2006

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 136/2004 um reglur um heilbrigðiseftirlit á skoðunarstöðvum Bandalagsins á landamærum með afurðum sem eru fluttar inn frá þriðju löndum.

1. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 136/2004 frá 28. janúar 2004 um reglur um heilbrigðiseftirlit á skoðunarstöðvum Bandalagsins á landamærum með afurðum sem eru fluttar inn frá þriðju löndum, sem vísað er til í 115. lið, undirkafla 1.2. í kafla 1 í I. viðauka við EES-samninginn, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2005 frá 12. febrúar 2005 um breytingu á I. viðauka (heilbrigði dýra og plantna), skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka samningsins, bókun um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Reglugerðin er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

3. gr.

Landbúnaðarstofnun fer með framkvæmd eftirlits sem kveðið er á um í þessari reglugerð samkvæmt lögum nr. 80, 24. maí 2005 um Landbúnaðarstofnun. Um er að ræða heilbrigðiseftirlit með eldisdýrum og afurðum þeirra, eins og eldisdýr eru skilgreind í lögum nr. 60, 14. júní 2006 um varnir gegn fisksjúkdómum.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 54, 16. maí 1990, um innflutning dýra, með síðari breytingum, lögum nr. 25, 7. apríl 1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum og lögum nr. 60, 14. júní 2006, um varnir gegn fisksjúkdómum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 15. ágúst 2006.

F. h. r.

Níels Árni Lund.

Baldur P. Erlingsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.