Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

738/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð um öryggisstjórnun skipa nr. 337/2009.

1. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður b, sem orðast svo:

  1. Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 540/2008 frá 16. júní 2008 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 336/2006 um að hrinda í framkvæmd ákvæðum alþjóðlega kóðans um öryggisstjórnun skipa innan Bandalagsins að því er varðar snið eyðublaða, sem vísað er til í 56u í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 117/2008 frá 7. nóvember 2008 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 540/2008 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 37, frá 9. júlí 2009, bls. 237 og verður hluti af reglugerð þessari.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 17. gr. laga nr. 76/2001 um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 12. ágúst 2009.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.