Prentað þann 1. nóv. 2024
735/2015
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 680/2004, um vinnu- og hvíldartíma skipverja á farþegaskipum og flutningaskipum, með síðari breytingum.
1. gr. Breyting á reglugerð vegna nýrra samgöngustofnana.
Hvar sem orðin "Siglingastofnun Íslands" og "Siglingastofnun", í hvers konar beygingarfalli, koma fyrir í reglugerðinni, skal koma í viðeigandi beygingarfalli orðið: Samgöngustofa.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:
a. 3. málsl. 1. mgr. orðast svo:
Samgöngustofa sker úr ef ágreiningur er um hvort skip eða tilteknir hópar einstaklinga skuli teljast til skipverja að höfðu samráði við samtök útgerða og farmanna sem málið varðar.
b. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi:
Að því er varðar ágreining um hvort tilteknir hópar einstaklinga skuli teljast til skipverja skal taka tilhlýðilegt tillit til ályktunar 94. fundar (um siglingar) allsherjarþings Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um upplýsingar um starfsgreinahópa.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
a. e-liður orðast svo:
Skipverji: Sérhver einstaklingur sem ráðinn er til starfa eða vinnur á skipi, sem reglugerð þessi tekur til.
b. h-liður orðast svo:
Útgerðarmaður: Eigandi skips eða hver sú stofnun eða einstaklingur, t.d. framkvæmdastjóri, umboðsmaður eða skipamiðlari þurrleiguskipa, sem hefur tekið á sig ábyrgð á rekstri skipsins úr höndum eiganda, og sem hefur með því að taka þessa ábyrgð á hendur gengist við öllum skyldum og þeirri ábyrgð sem eru lagðar á skipaeigendur í samræmi við þessa reglugerð, án tillits til þess hvort einhverjar aðrar stofnanir eða einstaklingar uppfylla tilteknar skyldur eða ábyrgð fyrir hönd skipaeigandans.
4. gr.
8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Næturvinna skipverja undir 18 ára aldri er bönnuð. Að því er varðar þetta ákvæði er "nótt" tímabil sem varir í a.m.k. níu samfelldar klukkustundur sem hefst eigi síðar en á miðnætti og sem lýkur eigi fyrr en klukkan fimm að morgni.
Samgöngustofa getur veitt heimild frá ákvæðum 1. mgr. þessarar greinar í eftirtöldum tilvikum:
- þegar slíkt getur truflað árangursríka starfsþjálfun viðkomandi skipverja í samræmi við viðurkennt nám og áætlanir eða
- þegar sérstakt eðli skyldustarfs eða viðurkenndrar námsáætlunar krefst þess að skipverjar, sem undanþágan á við um, vinni skyldustörf að næturlagi og Samgöngustofa ákvarðar, að höfðu samráði við viðkomandi samtök skipaeigenda og skipverja, að vinnan sé ekki skaðleg heilbrigði þeirra eða vellíðan.
Ráðning, starf eða vinna farmanna undir 18 ára aldri er óheimil ef starfið er líklegt til að stofna heilbrigði þeirra eða öryggi í hættu. Samgöngustofa skilgreinir hvaða störf eru líkleg til að stofna heilbrigði eða öryggi í hættu að höfðu samráði við viðkomandi samtök útgerða og skipverja, í samræmi við viðeigandi alþjóðlega staðla.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglugerðarinnar:
a. Við 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi:
Undantekningar eru aðeins heimilar í samræmi við reglugerð þessa. Óheimilt er að lögskrá skipverja í skipsrúm ef læknisvottorð liggur ekki fyrir.
b. Á eftir 4. mgr. koma 8 nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Læknisvottorð sem gefið er út í samræmi við ákvæði STCW-samþykktarinnar telst fullnægja kröfum 1. mgr. þessarar greinar og skal viðurkennt sem slíkt af Samgöngustofu.
Læknisvottorð skv. 1. mgr. þessarar greinar skal gefið út á viðeigandi hátt af lækni sem er til þess menntaður og hæfur eða, í því tilviki að einungis sé um sjónvottorð að ræða, af einstaklingi sem Samgöngustofa viðurkennir að sé hæfur til að gefa út slíkt vottorð. Læknar skulu vera sjálfstæðir faglega og beita læknisfræðilegri dómgreind sinni við læknisskoðun.
Skipverjum sem hefur verið neitað um vottorð eða hafa sætt því að hæfni þeirra til vinnu sé háð takmörkunum, einkum hvað snertir tíma, starfssvið eða farsvið, skal gefið tækifæri til að sæta annarri læknisskoðun af hálfu annars, sjálfstæðs læknis eða af hálfu sjálfstæðs, læknisfræðilegs úrskurðaraðila.
Í hverju læknisvottorði skal einkum tilgreina:
- að heyrn og sjón skipverja sem í hlut á og litskyggni, ef skipverjinn á að gegna stöðu þar sem það kann að hafa áhrif á hæfni hans til starfsins sem hann á að vinna að litskyggni hans sé ábótavant, séu algjörlega fullnægjandi, og
- að farmaðurinn sem í hlut á þjáist ekki af neinum sjúkdómi sem líkur eru til að versni við það að starfa á sjó eða valdi því að skipverjinn sé óhæfur til slíkra starfa eða að hann stofni heilsu annarra einstaklinga um borð í hættu.
Ef styttra tímabils er ekki krafist sökum sérstakra skyldustarfa skipverja, sem í hlut á eða þess er krafist skv. STCW-samþykktinni:
- skal læknisvottorð gilda að hámarki í tvö ár nema skipverjinn sé undir 18 ára aldri, en þá skal gildistíminn vera eitt ár,
- vottorð um litskyggni skal að hámarki gilda í sex ár.
Í aðkallandi tilvikum má Samgöngustofa heimila skipverja að starfa án gilds læknisvottorðs þar til komið er í næstu viðkomuhöfn þar sem skipverjinn getur útvegað sér læknisvottorð hjá lækni sem er til þess menntaður og hæfur, að því tilskildu að:
- slík heimild gildi ekki lengur en þrjá mánuði og
- skipverjinn sem í hlut á, sé handhafi læknisvottorðs sem er nýlega útrunnið.
Ef gildistími vottorðs rennur út meðan á sjóferð stendur skal vottorðið halda gildi sínu þar til komið er í næstu viðkomuhöfn þar sem farmaðurinn getur útvegað sér læknisvottorð hjá lækni sem er til þess menntaður og hæfur að því tilskildu að tímabilið vari ekki lengur en þrjá mánuði.
Læknisvottorð skipverja, sem starfa um borð í skipum sem eru venjulega í millilandasiglingum, skal vera á ensku.
6. gr.
Við 17. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsgrein, svohljóðandi:
Með reglugerð þessari eru innleidd ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/13/EB frá 16. febrúar 2009 um framkvæmd samnings sem Samtök skipaeigenda í Evrópubandalaginu (ECSA) og Samband flutningaverkamanna í Evrópu (ETF) hafa gert með sér um samþykktina um vinnuskilyrði farmanna, frá 2006, og um breytingu á tilskipun 1999/63/EB, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40/2011, bls. 44-64.
7. gr.
Við reglugerðina bætist nýr viðauki, III. viðauki, svohljóðandi:
Samningur sem Samtök skipaeigenda í Evrópubandalaginu og Samband félaga flutningaverkamanna í Evrópu hafa gert með sér um samþykktina um vinnuskilyrði farmanna er birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40/2011, bls. 49-64.
8. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. mgr. 7. gr. og 17. gr. laga nr. 76/2001, um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, með síðari breytingum, og 8. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 7. ágúst 2015.
F. h. r.
Sigurbergur Björnsson.
Björn Freyr Björnsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.