Fara beint í efnið

Prentað þann 28. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 7. apríl 2015

734/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.

1. gr. Gildissvið.

2. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Reglugerð þessi gildir um starfrækslu flutningaflugs með flugvélum og þyrlum, þ.m.t. skoðanir á hlaði á loftförum flugrekenda sem eru undir öryggiseftirliti annars ríkis þegar þau lenda á flugvelli á Íslandi, og starfrækslu flugvéla, þyrlna, loftbelgja og sviffluga sem eru ekki rekin í ábataskyni.

Í reglugerðinni er mælt fyrir um skilyrði fyrir því að gefa út, viðhalda, breyta, takmarka, fella tímabundið úr gildi eða afturkalla skírteini flugrekenda, sem stunda flutningaflug, sem nota loftför sem talin eru upp í b- og c-lið 1. mgr. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 216/2008.

Reglugerð þessi á ekki við um flugrekstur sem fellur undir gildissvið a-liðar 2. mgr. 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 216/2008.

2. gr. Innleiðing.

Við 6. gr. reglugerðarinnar bætist 2. töluliður, svohljóðandi:

  1. Reglugerð (ESB) nr. 800/2013 frá 14. ágúst 2013 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26 frá 14. febrúar 2014, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 696.

3. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 85. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast gildi 25. ágúst 2016.

Innanríkisráðuneytinu, 16. júlí 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.