Prentað þann 14. nóv. 2024
732/2021
Reglugerð um (15.) breytingu á reglugerð nr. 726/2020, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021.
1. gr.
3. málsl. 2. málsgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Fiskistofa skal auglýsa eftir tilboðum eigi síðar en 25. hvers mánaðar, frá og með 10. október til og með 10. júlí næsta árs.
2. gr.
5. málsl. 2. málsgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Tilboð skulu berast Fiskistofu fyrir kl. 16.00 fjórum dögum frá birtingu auglýsingar á heimasíðu Fiskistofu.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. júní 2021.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.