Prentað þann 27. des. 2024
713/2016
Reglugerð um breytingu á reglugerð um íslensk vegabréf nr. 560/2009 með síðari breytingum.
1. gr.
Við e-lið 1. mgr. 23. gr. reglugerðarinnar, sbr. reglugerð nr. 811/2014, bætist:
Sé vegabréfshafi látinn má miðla myndum úr vegabréfaskrá til nánustu venslamanna viðkomandi. Með nánasta venslamanni er átt við maka, foreldra, börn, barnabörn eða systkini hins látna.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er skv. heimild í 11. gr. laga um vegabréf nr. 136/1998, öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 18. ágúst 2016.
Ólöf Nordal.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.