Prentað þann 10. nóv. 2024
707/2023
Reglugerð um lista yfir störf sem krefjast sérhæfðrar þekkingar í skilningi laga um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002.
1. gr. Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um störf sem krefjast sérhæfðrar þekkingar sem tímabundinn skortur er á hér landi og falla undir 3. mgr. 8. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga, sbr. lista yfir störf í viðauka.
2. gr. Markmið.
Markmið reglugerðar þessarar er að afmarka þau störf sem krefjast sérhæfðrar þekkingar sem tímabundinn skortur er á hér á landi og falla undir 3. mgr. 8. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga í samræmi við stefnu stjórnvalda og þarfir atvinnulífsins hverju sinni.
3. gr. Listi yfir störf.
Með störfum sem krefjast sérhæfðrar þekkingar sem tímabundinn skortur er á hér á landi er ekki átt við önnur störf en þau sem eru sérstaklega tilgreind í viðauka og falla jafnframt undir starfaflokkun ÍSTARF21.
4. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 8. gr. laga nr. 97/2002, um atvinnuréttindi útlendinga, öðlast þegar gildi.
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 3. júlí 2023.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Bjarnheiður Gautadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.