Prentað þann 26. des. 2024
707/2021
Reglugerð um gjald fyrir afhendingu gagna hjá ársreikningaskrá.
1. gr.
Ársreikningaskrá skal samkvæmt 4. mgr., sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 3/2006, um ársreikninga, birta gögn sem skilaskyld eru, sbr. 3. gr. laganna, án endurgjalds á vefsvæði Skattsins. Ríkisskattstjóri skal innheimta gjald svo sem nánar er tilgreint í reglugerð þessari fyrir annars konar afhendingu gagna.
2. gr.
Aðgangur að gögnum úr ársreikningaskrá í vefþjónustu eða uppflettikerfum.
Gjald fyrir aðgang að gögnum úr ársreikningaskrá í lokuðu uppflettikerfi, vefþjónustu, vefgátt, eða sambærilegu viðmóti er sem hér segir:
Stofngjald/tengigjald | kr. | 195.900 |
Mánaðarlegt þjónustugjald | kr. | 7.800 |
Gera skal sérstakan samning vegna aðgangs að gögnum úr ársreikningaskrá skv. grein þessari.
3. gr.
Gjald fyrir endurrit eða ljósrit af gögnum úr ársreikningaskrá.
Gjald fyrir afhendingu ársreikninga og yfirlitsblaða á pappír er sem hér segir:
Ársreikningur ásamt yfirlitsblaði (allt að 10 bls.) | kr. | 1.000 |
Einingaverð umfram 10 blaðsíður | kr. | 50 |
4. gr. Lagaheimild og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 4. mgr. 109. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga og öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 31. maí 2021.
F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
Ingvi Már Pálsson.
Harpa Theodórsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.