Prentað þann 8. nóv. 2024
706/2018
Reglugerð um fjárhæð dagsekta vegna vanrækslu sveitarfélaga.
1. gr.
Um lágmarks- og hámarksfjárhæð dagsekta sem ráðuneytið leggur á sveitarfélög vegna vanrækslu á lögbundnum skyldum skv. 116. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fer eftir ákvæðum reglugerðar þessarar.
2. gr.
Dagsektir skulu að lágmarki nema kr. 25.000 og að hámarki kr. 300.000 á dag frá þeim degi sem þær eru ákvarðaðar og fram að þeim degi sem skyldu er fullnægt að mati ráðuneytisins.
Við ákvörðun á fjárhæð dagsekta skal taka mið af alvarleika brots og íbúafjölda sveitarfélags.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 2. mgr. 116. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 29. júní 2018.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.