Fara beint í efnið

Prentað þann 18. nóv. 2024

Breytingareglugerð

704/2020

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 1130/2012 um menntun, réttindi og skyldur sálfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.

1. gr.

1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða hljóðar svo:

Um þá sem ljúka framhaldsnámi, skv. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. fyrir 1. janúar 2021, gildir ekki ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 3. gr.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. og 30. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012 og 6. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 14. júlí 2020.

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Hrönn Ottósdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.