Fara beint í efnið

Prentað þann 22. nóv. 2024

Breytingareglugerð

696/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 179/2021, um kröfur varðandi losunarmörk mengandi lofttegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega.

1. gr.

Við 7. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, sem verður h-liður, svohljóðandi:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1398 frá 4. júní 2021 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/654 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1628 að því er varðar samþykki viðurkenninga sem veittar eru í samræmi við reglugerðir efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu nr. 49 og 96, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 70/2022 frá 18. mars 2022 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 26, frá 21. apríl 2022, bls. 174-181.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 3. gr., 34., 35., 38. og 47. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins, öðlast þegar gildi.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 30. maí 2022.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Bjarnheiður Gautadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.