Prentað þann 22. des. 2024
694/2008
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 648/1995, um réttindi og skyldur manna, sem dveljast erlendis við nám, skv. ákvæðum laga um opinber gjöld.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:
a. Í stað orðanna "75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt" í 1. mgr. kemur: 90/2003, um tekjuskatt.
b. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Nám í skilningi reglugerðar þessarar skal hefjast innan þriggja mánaða frá flutningi til útlanda.
c. Á eftir orðinu "viðurkenndri" í 3. mgr. kemur: erlendri.
d. Í stað orðanna "enda sé námið ætlað sem aðalstarf" kemur: enda sé námið fullt starf.
e. Á eftir orðinu "menntaskólum" í 5. mgr. kemur: ,lýðháskólum.
2. gr.
Í stað orðanna "3. mgr. 63. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt." í 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 3. mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
3. gr.
2. málsl. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Skattframtal skal senda skattstjóra í því umdæmi þar sem þeir voru síðast skattskyldir fyrir brottflutning með upplýsingum um allar tekjur, hvar sem þeirra er aflað.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 69. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 1. júlí 2008.
F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Ingibjörg Helga Helgadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.