Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

688/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skotvopn, skotfæri o.fl., nr. 787/1998.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
a) Flokkur B: í 3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Leyfi fyrir rifflum til og með hlaupvídd 8 mm og hálfsjálfvirkjum haglabyssum skal ekki veitt nema sérstakar ástæður mæli með því, enda hafi umsækjandi haft skotvopnaleyfi í a.m.k. eitt ár. Þó má í undantekningartilvikum með samþykki ríkislögreglustjóra veita einstaklingi leyfi fyrir riffli með meira en 8 mm hlaupvídd enda sýni viðkomandi fram á sérstaka þörf fyrir að eiga slík vopn. Slík leyfi skal aðeins veita að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og áskilið er að umsækjandi hafi haft aukin skotvopnaréttindi (B flokkur) í eitt ár og sanni hæfni sína til að meðhöndla slík vopn sé þess áskilið af ríkislögreglustjóra.

b) Flokkur C: í 3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Leyfi fyrir skotvopnum sem sérstaklega eru ætluð til minkaveiða eða meindýraeyðingar (t.d. skammbyssur fyrir haglaskot) má aðeins veita að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar. Áskilið er að umsækjandi hafi haft aukin skotvopnaréttindi (B flokkur) í eitt ár. Slík leyfi vegna þeirra sem stunda minkaveiðar skal að jafnaði ekki veita til að eignast skotvopn heldur einungis til láns eða leigu. Lögreglustjóri skal senda slíkar umsóknir með umsögn sinni til ríkislögreglustjóra til ákvörðunar.

2. gr.

Orðin "og tekið þátt í landsmótum og/eða opnum mótum" falla brott úr 1. málsl. 2. tl. 1. mgr. 11. gr.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglugerðarinnar:

a) Í stað orðsins ,,16" í 1. málsl. 1. mgr. 12. gr. kemur: 15.
b) Við 2. mgr. bætist nýr töluliður nr. 4 svohljóðandi: Riffill með hlaupvídd 5,6 mm (cal. 22LR).

4. gr.

Í stað orðsins ,,500" í 1. málsl. 4. mgr. 33. gr. kemur: 5000.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í vopnalögum nr. 16 25. mars 1998 og með hliðsjón af XXIX. kafla II. viðauka EES-samningsins (tilskipun 93/15/EBE), öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 10. september 2003.

Björn Bjarnason.

Stefán Eiríksson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.