Prentað þann 25. des. 2024
682/2022
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 267/2022 um hrognkelsaveiðar árið 2022.
1. gr.
Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða:
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 3. gr. er bátum sem hófu veiðar 20. maí 2022 heimilt að stunda veiðar á grásleppu til og með 14. júní 2022.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 3. og 8. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, 8. og 9. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, 2. og 9. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 9. júní 2022.
Svandís Svavarsdóttir.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.