Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

682/1994

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 591/1987, um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu, með síðari breytingum.

1. gr.

Við 1. mgr. 2. gr. bætast tveir nýjir töluliðir er orðast svo:

25. 15% af lífeyri sem greiddur er úr lífeyrissjóðum til manna sem ná 70 ára aldri á staðgreiðsluári, enda hafi lífeyrissjóðurinn hlotið staðfestingu fjármálaráðuneytisins, skv. lögum nr. 55/1980, eða starfi samkvæmt sérstökum lögum.

26. Launatekjur barna hjá sama launagreiðanda að hámarki fjárhæð skv. 2. mgr. 67. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda með síðari breytingum, öðlast gildi þann 1. janúar 1995.

Fjármálaráðuneytið, 30. desember 1994.

F. h. r.

Snorri Olsen.

Bragi Gunnarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.