Prentað þann 22. des. 2024
677/1998
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 591/1987, um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu, með síðari breytingum.
1. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr tölul. og verður 27. tölul. og orðast svo:
Hlunnindi sem veitt eru starfsmönnum hlutafélags eða einkahlutafélags í því formi að þeim eru afhent hlutabréf eða hlutir í félaginu án endurgjalds eða gegn lægra endurgjaldi en almennt gangverð hlutabréfanna eða hlutanna er í samskonar viðskiptum á milli ótengdra aðila. Sama gildir um fríðindi sem á sama hátt eru veitt fyrrverandi starfsmönnum, viðskiptaaðilum eða öðrum er tengjast félaginu. Skattskylda fjárhæð þeirra hlunninda og fríðinda er greinir í þessum tölulið skal að tekjuári liðnu tilgreina á launaskýrslu.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 8. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Ákvæði reglugerðarinnar taka til þeirra hlunninda og fríðinda sem tilgreind eru í 1. gr. og afhent eru á árinu 1998.
Fjármálaráðuneytinu, 25. nóvember 1998.
F. h. r.
Jón Guðmundsson.
Eggert J. Hilmarsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.