Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

674/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1200/2016, um húsnæðisbætur, með síðari breytingum.

1. gr.

Við reglugerðina bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

I.

Þrátt fyrir ákvæði 13. gr. skulu grunnfjárhæðir húsnæðisbóta á ári vegna leigu á íbúðarhúsnæði á árinu 2022 taka breytingum 1. júní 2022 og vera sem hér segir:

Fjöldi heimilismanna Grunnfjárhæð húsnæðisbóta
á tímabilinu
1. janúar - 31. maí 2022
Grunnfjárhæð húsnæðisbóta
á tímabilinu
1. júní - 31. desember 2022
1 389.520 kr. 428.472 kr.
2 515.172 kr 566.689 kr.
3 603.132 kr. 663.445 kr.
4 eða fleiri 653.388 kr. 718.727 kr.

II.

Þrátt fyrir ákvæði 14. gr. skal við útreikning húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði á árinu 2022 lækka grunnfjárhæð húsnæðisbóta samkvæmt ákvæði til bráðabirgða I um fjárhæð sem nemur 11% af samanlögðum árstekjum heimilismanna, 18 ára og eldri, umfram eftirfarandi frítekjumörk sem miðast við greiðslur húsnæðisbóta fyrir heilt almanaksár og taka mið af fjölda heimilismanna óháð aldri eftir stuðlum skv. 1. mgr. 16. gr. laga um húsnæðisbætur:

Fjöldi heimilismanna Frítekjumörk m.v. árstekjur 2022
1 4.895.292 kr.
2 6.474.408 kr.
3 7.579.800 kr.
4 eða fleiri 8.211.456 kr.

Frítekjumörk skv. 1. mgr. skulu gilda afturvirkt frá 1. janúar 2022 fyrir árið í heild sinni. Endurreikningi og leiðréttingu húsnæðisbóta til bráðabirgða fyrir tímabilið 1. janúar - 31. maí 2022 vegna afturvirkrar hækkunar frítekjumarka samkvæmt ákvæði þessu skal lokið fyrir 1. september 2022. Um endurreikning og leiðréttingu húsnæðisbóta fer að öðru leyti skv. 20.-22. gr.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. og. 4. tölul. 1. mgr. 30. gr. laga um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, með síðari breytingum, sbr. einnig ákvæði til bráðabirgða II og III við lögin, öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 3. júní 2022.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.