Fara beint í efnið

Prentað þann 18. nóv. 2024

Breytingareglugerð

666/2018

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sálfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi, nr. 1130/2012.

1. gr.

1. málsl. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem hafa lokið BS-prófi í sálfræði frá sálfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, BSc-prófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík eða BA-prófi í sálfræði frá félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri eða sambærilegu námi, auk þess að ljúka:

  1. cand. psych. námi frá sálfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands,
  2. tveggja ára MS-námi í hagnýtri sálfræði, kjörsvið klínísk sálfræði frá sálfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Ísland eða
  3. tveggja ára MSc námi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

2. gr.

2. tölul. 4. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

  1. hann skal hafa lokið formlegu viðurkenndu sérfræðinámi, að loknu námi skv. 1. mgr. 3. gr., diplómanámi (60 ECTS) eða námi hliðstæðu diplóma-, meistara- eða doktorsnámi í sérgrein innan sálfræði frá viðurkenndum háskóla eða háskólastofnun, og

3. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða sem hljóðar svo:

Ákvæði til bráðabirgða.

Um þá sem ljúka framhaldsnámi, skv. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. fyrir 1. júlí 2020, gildir ekki ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 3. gr.

Þeir sem hafa fyrir gildistöku reglugerðar þessarar hafið kandídatsnám (cand. psych.) en ekki lokið því geta óskað eftir óbreyttum titli á prófgráðu og hlotið starfsréttindi með kandídatspróf (cand. psych.) eða að brautskráðst með MS-próf.

4. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. og 30. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012 og 6. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 3. júlí 2018.

Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra.

Áslaug Einarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.