Prentað þann 5. nóv. 2024
664/2022
Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 429/2019 um dvöl á sjúkrahóteli.
1. gr.
Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Þurfi einstaklingur á reglubundinni læknismeðferð á sjúkrahúsi að halda til langs tíma, svo sem blóðskilunarmeðferð, fjarri heimili sínu og þarf af þeirri ástæðu að dvelja á sjúkrahóteli, er heimilt að veita honum undanþágu frá hámarksdvalartíma skv. 2. mgr. Beiðni um undanþágu skal berast Sjúkratryggingum Íslands frá lækni eða hjúkrunarfræðingi og metur stofnunin hvort einstaklingur uppfylli skilyrði til undanþágu.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. tölul. 1. mgr. og 6. mgr. 29. gr. laga nr. 111/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 19. maí 2022.
Willum Þór Þórsson.
Guðlaug Einarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.