Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 23. des. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 1. jan. 2015

664/2006

Reglugerð um norræna innheimtu sekta og sakarkostnaðar.

1. gr.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra ákveður hvort verða skuli við tilmælum skv. 1. gr. laga um fullnustu refsidóma, sem kveðnir hafa verið upp í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, nr. 69, 12. desember 1963. Þá ber sýslumaðurinn á Blönduósi fram tilmæli eftir ákvæði 2. gr. sömu laga.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 20. og 26. gr. laga um fullnustu refsidóma, sem kveðnir hafa verið upp í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, o.fl., nr. 69, 12. desember 1963, sbr. lög nr. 70, 13. júní 2006, öðlast þegar gildi.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.