Prentað þann 22. des. 2024
658/2004
Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 331/2000 um vörugjald af ökutækjum.
1. gr.
Í stað 3. og 4. tölul. 4. gr. reglugerðarinnar kemur nýr töluliður, 3. tölul., og breytist númeraröð annarra töluliða samkvæmt því. Verður 3. tölul. svohljóðandi:
13% vörugjald:
a. | Kranabifreiðar og borkranabifreiðar sem eru 5 tonn eða minna að leyfðri heildarþyngd. |
b. | Grindur með hreyfli fyrir vélknúin ökutæki. |
c. | Yfirbyggingar, þar með talin ökumannshús fyrir vélknúin ökutæki. |
d. | Tengivagnar og festivagnar til vöruflutninga sem eru 5 tonn eða minna að leyfðri heildarþyngd, aðrir tengi- og festivagnar. |
e. | Dráttarbifreiðar fyrir festivagna sem aðallega eru gerðar til að draga annað ökutæki, að heildarþyngd 5 tonn eða minna. |
f. | Ökutæki sem aðallega eru ætluð til vöruflutninga, að heildarþyngd 5 tonn eða minna. |
g. | Vélknúin ökutæki til sérstakra nota, gálgabifreiðar o.fl., sem ekki eru aðallega hönnuð til flutnings á mönnum eða vörum og ekki eru tilgreind annars staðar í þessari grein, að heildarþyngd 5 tonn eða minna. |
h. | Fólksbifreiðar og önnur vélknúin ökutæki 40 ára og eldri. |
2. gr.
7. tölul. 19. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Vörugjald af bifreiðum sem eru sérstaklega útbúnar og notaðar til líkflutninga skal lækka í 10% ef bifreið flokkast í gjaldflokk I, en 13% ef bifreið flokkast í gjaldflokk II.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 5. gr. og 28. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., öðlast gildi þegar í stað.
Fjármálaráðuneytinu, 23. júlí 2004.
F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Jóna Björk Guðnadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.