Fara beint í efnið

Prentað þann 28. nóv. 2021

Breytingareglugerð

652/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu o.fl., nr. 651/2009.

1. gr.

Á eftir 3. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, 4. mgr., sem orðast svo:

Óski hinn handtekni eftir heilbrigðisþjónustu skal kalla til lækni eða hjúkrunarfræðing eða færa hinn handtekna á heilbrigðisstofnun.

2. gr.

5. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Stjórnandi lögregluvaktar, lögreglufulltrúi, ákærandi eða annar hærra settur stjórnandi, sem ekki hefur haft aðkomu að rannsókn máls, má fresta að hinn handtekni hafi samband við vandamenn sína ef sérstök ástæða er til að ætla að það muni torvelda rannsókn málsins. Þó skal svo fljótt sem kostur er tilkynna nánustu vandamönnum sakbornings að hann hafi verið handtekinn og hvar hann er vistaður.

3. gr.

Orðin "öðrum en 199., 209. og 210. gr." í a-lið 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar falla brott.

4. gr.

1. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Heimilt er að taka upp yfirheyrslur vitna og sakborninga í gegnum síma eða fjarfundabúnað nema ætla megi að úrslit máls geti ráðist af framburði viðkomandi.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 28. gr., 67. gr. og 4. mgr. 93. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 26. maí 2020.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.