Prentað þann 10. apríl 2025
645/2023
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 491/1996 um innheimtu og skil á meðlögum o.fl. á vegum Innheimtustofnunar sveitarfélaga.
1. gr.
Á eftir 20. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, svohljóðandi:
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra fer með þau verkefni sem sýslumanni eru falin í lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54/1971, með síðari breytingum.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laga um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54/1971, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 21. júní 2023.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Hermann Sæmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.