Prentað þann 22. nóv. 2024
Breytingareglugerð
644/2019
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2016 um flugvernd.
1. gr.
Við 2. mgr. 53. gr. reglugerðarinnar bætast eftirfarandi liðir:
- Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar C(2018) 4857 frá 27. júlí 2018 um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar C(2015) 8005 hvað varðar notkun búnaðar til greiningar sprengiefnis fyrir skimun handfarangurs, vökva, úðaefna og gels;
- Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar C(2019) 132 frá 23. janúar 2019 um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar C(2015) 8005 að því er varðar nánari útlistun, samræmingu og einföldun, sem og um styrkingu tiltekinna flugverndarráðstafana.
2. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 70. gr. d., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 8. júlí 2019.
F. h. r.
Sigurbergur Björnsson.
Jónas Birgir Jónasson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.