Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

643/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit.

1. gr.

Við 2. mgr. 56. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, v-liður, sem verður svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/980 frá 16. maí 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/799 að því er varðar bráðabirgðasnjallökurita og notkun hans á kerfi fyrir sannvottun leiðsöguboða í opinni þjónustu Galíleó og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/1228, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 35/2024, 2. febrúar 2024, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25 frá 21. mars 2024, bls. 587-594.

2. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 54. og 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 30. maí 2024.

F. h. r.
Árni Freyr Stefánsson.

Gauti Daðason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.