Prentað þann 5. apríl 2025
Breytingareglugerð
642/2023
Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 163/1973 um hvalveiðar.
1. gr.
Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Á árinu 2023 skulu veiðar á langreyðum ekki hefjast fyrr en 1. september.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 4. gr. laga um hvalveiðar nr. 26/1949, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 20. júní 2023.
Svandís Svavarsdóttir.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.