Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

642/2004

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 990/2001, um greiðslu vaxtabóta, með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað "7%" í 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar kemur: 5,5%.

2. gr.

Við reglugerðina bætist eitt nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Vaxtabætur vegna vaxtagjalda á árinu 2003 skulu nema 90% af fjárhæð vaxtabóta reiknaðra samkvæmt 10. og 11. gr. reglugerðar þessarar.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingu, og öðlast þegar gildi. Ákvæði 1. gr. kemur til framkvæmda við ákvörðun fyrirframgreiðslu vaxtabóta vegna vaxtagjalda ársins 2004 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2005.

Fjármálaráðuneytinu, 15. júlí 2004.

F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.

Guðmundur Thorlacius.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.