Prentað þann 5. jan. 2025
640/2024
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi, nr. 856/2023.
1. gr.
Í stað orðanna "2. mgr." í 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: 3. mgr.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:
Orðin "8. gr." í lok 3. mgr. falla brott.
4. mgr. 8. gr. færist og verður 5. mgr. 6. gr.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:
Við 1. mgr. bætist svohljóðandi texti:
Miða skal við samþykkta marklýsingu. Ef ekki er í gildi samþykkt marklýsing og ekki er um að ræða sjálfkrafa viðurkenningu skv. tilskipun 2005/36/EB skal í umsögn framhaldsmenntunarráðs lækninga fjalla um hvort sérnám umsækjanda uppfylli í meginatriðum þau viðmið sem gerð eru hér á landi fyrir framkvæmd sérnáms. Einnig skal höfð hliðsjón af sérnámi í öðrum ríkjum, svo sem á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum.
5. mgr. verður 4. mgr.
4. gr.
Á eftir orðunum "endanleg á stjórnsýslustigi" í 13. gr. reglugerðarinnar kemur: Formaður framhaldsmenntunarráðs getur jafnframt skipað slíka nefnd fyrir hönd ráðsins til að leggja mat á umsókn um sérfræðileyfi, í sérgrein sem ekki er starfandi kennsluráð í hér á landi, á grundvelli sérfræðileyfis frá öðru ríki, sbr. 1. mgr. 8 gr.
5. gr.
Í stað orðsins "bráðalækningum" í 3. mgr. 18. gr. reglugerðarinnar kemur: bráðaþjónustu.
6. gr.
Við ákvæði til bráðabirgða í reglugerðinni, bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr., svohljóðandi:
Um sérnámsgrunn lækna sem skipulagður var fyrir 17. ágúst 2023 gilda reglur um sérnámsgrunn sem kveðið var á um í eldri reglugerð nr. 467/2015.
7. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5., 8., 30. og 31. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 29. maí 2024.
Willum Þór Þórsson.
Ásthildur Knútsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.