Fara beint í efnið

Prentað þann 26. des. 2024

Breytingareglugerð

640/2023

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landsvæða.

1. gr.

1. ml. 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Matvælastofnun getur þó í kynbótaskyni leyft sölu líflamba milli sóttvarnarsvæða og innan þeirra ef um er að ræða lömb með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðu.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993, með síðari breytingum, og búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 6. júní 2023.

Svandís Svavarsdóttir.

Margrét Björk Sigurðardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.