Prentað þann 21. nóv. 2024
639/2023
Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar.
1. gr.
Á eftir 1. ml. 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi við:
Matvælastofnun getur þó veitt leyfi til flutnings lamba með verndandi arfgerðir gegn riðu milli hjarða innan sýktra svæða. Stofnunin getur jafnframt veitt leyfi til flutnings á hrútum á sæðingarstöðvar að því tilskildu að hægt sé að halda hrútunum í einangrun á stöðvunum.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993, með síðari breytingum, og búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 6. júní 2023.
Svandís Svavarsdóttir.
Margrét Björk Sigurðardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.