Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

637/2024

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 640/2022, um kvikasilfur.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. Fyrsta málsgrein verður fyrsti töluliður og fyrir framan hana kemur: 1.
  2. Við greinina bætist nýr töluliður svohljóðandi:
    1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2526 frá 23. september 2022 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2017/852 frá 17. maí 2017 um kvikasilfur og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1102/2008, að því er varðar bráðabirgðageymslu kvikasilfursúrgangs í vökvaformi sem vísað er til í tölul. 22a í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 341/2023, þann 8. desember 2023 og er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 11 frá 1. febrúar 2024, bls. 635-636, öðlast gildi hér á landi.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2526 frá 23. september 2022 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2017/852 að því er varðar bráðabirgðageymslu kvikasilfursúrgangs í vökvaformi, sem vísað er til í tölul. 22a í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 21. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga, nr. 61/2013, 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 12. og 22. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, tekur þegar gildi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 28. maí 2024.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.