Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

634/2022

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 677/2021 um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýr viðauki, sem birtur er með reglugerð þessari.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/782 frá 15. maí 2019 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/128/EB að því er varðar að ákvarða samræmda áhættuvísa, sem vísað er til í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2022, þann 29. apríl 2022.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 30. maí 2022.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

VIÐAUKI (sjá PDF-skjal)

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.